Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 107
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
105
Mín er lund á lof nýnæm,
leiti þeir þess, eð vilja,
því mannlegt hól hefir metorð slæm.
Menn það kristnir skilja.
Og séra Ólafur leggur mikla áherzlu á, að hvorki lygar né
tál sé að finna í kvæðum sínum. Hann segist vera viss um,
að þau geti aldrei orðið sér né öðrum til meins. í þessu sem
öðru hafi hann treyst guði og því geti hann verið óhræddur
um sáluhjálp sína, að hann muni geta „vaðið til lands / vilji
mig nokkur reyna“.
En hvers vegna er séra Ölafur alltaf að taka þetta fram?
Manni gæti dottið í hug Vísnabók Guðbrands biskups, sem
kom út nokkrum árum áður (1612). Þar er ekkert eftir séra
Ólaf, og mun síðar vikið að því.
En sá andi, sem um þetta leyti rann frá Hólum, andi hins
lúterska rétttrúnaðar, var alls ekki til þess fallinn að ýta undir
skáldin að yrkja í þeim dúr, sem séra Ölafur orti. Honum
hefir efalaust verið ámælt fyrir, að of mikillar heimsgleði
gætti í ljóðum hans, og þess vegna hefir hann viljað benda
mönnum á, að hann óttaðist ekki um sálarheill sína né þeirra
manna, sem legðu eyru að boðskap hans.
Og kvæðinu lýkur hann með þessu erindi:
Ólafur Jónsson orti kver.
Á enda er það að sinni.
Annar má enginn eigna sér
erindi neitt hér inni.
En þegar þessi ljóð eru lesin, þá veita menn því einna fyrst
athygli, að þau eru næstum öll með andlegum blæ, og er
slíkt í samræmi við aldarandann.
Aðeins örfá kvæði eru algjörlega veraldlegs eðlis, eins og til
dæmis kvæðið Feðgareisa, sem ort er um ævintýri Nasreddins
og sýnir, að séra Ölafur hefir þekkt þetta austurlenzka ævim
týri.
Líklegt er, að séra Ólafur hafi sjálfur gert þessa grein fyrir
kvæðum sínum, sem svo hefir verið tekin upp í mörgum af-
ritum.1)
0 Lbs. 779,4to, Lbs. 1516,4to. Hér farið eftir Lbs. 1516,4to, en það