Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 192
190
Einar 01. Sveinsson
Skímir
skrifað er ‘Kormaks saga’ (en ekki Kormáks) í kveri mínu Dating the
Icelandic sagas. Þetta er eðlileg undrun, því að ég hafði áður gefið út
söguna, og er nafnhetja hennar þá ævinlega kölluð ‘Kormúkr’ og sagan
eftir því. Ekki verður rithátturinn í enska kverinu skrifaður á reikning
hins ágæta þýðanda: hann skrifaði nafnið með á, eins og títt er, en sá er
þetta ritar breytti því. Ástæðan er sú, að hann „kom senere hen til andre
resultater" eins og Pétur Gautur. Hann fékk grun um, að myndin ‘Kor-
mákr’ hefði líklega aldrei verið til fyrr en málfræðingar fundu hana upp
(á siðara hluta 19. aldar, að ég ætla).
Skáldið er þrivegis nefnt í kvæðum og engir nafnar hans; í vísu Narfa
og Hólmgöngu-Bersa í sögunni (11. og28.v.) og í Islendingadrápu (25.v.);
enginn staðurinn sker úr um það, hvort síðari sérhljóðurinn hafi verið
langur eða skammur. Nafnið mun vera ritað með a, ekki á, í miðalda-
handritum eða svo er það í nafnabók Linds, og mætti mikið vera, ef hvergi
sæist merki þess, ef lesa ætti á, en svo mun ekki vera. Hvað finnast kann
í seinni tíma heimildum, veit ég ekki, en Árni Magnússon skrifar ‘Kor-
maks saga’. Svo heitir sagan i fyrstu útgáfu, Kaupmannahöfn 1832, og
annari, Halle 1886, i báðum er nafnið jafnan ritað með a, ekki d; má
vera, að í þeim sé farið eftir handriti, en útgáfan 1832 sýnir, að enginn
framburður hefur knúið litgefendur til að breyta a í á. 1 Þjóðsögum Jóns
Ámasonar stendur ‘Kónnaks saga’. Guðbrandur Vigfússon skrifar vana-
lega ‘Kormak —’, stundum ‘Kórmak —’ í ritgerð sinni um timatal. —
Nafnið ‘Kormakr’ er komið úr írsku, Cormac; a-ið er stutt i því máli, og
hef ég séð síðari liðinn leiddan af orðinu *makkvos, sama sem mac, mög-
ur. (O’Rahilly: Early Irish history and mythology, Dublin 1946, 283.)
Irsk nöfn fá vanalega engan stuðning annara orða í íslenzku, og hættir
þeim til að afbakast, í höndum fróðra manna ekki síður en alþýðu. En
nokkra festu hefur byggðarframburður örnefna, og getur þaðan verið
hjálpar að vænta til að fá vitneskju um rétta mynd írskra nafna. Skal
nú nefna dæmi þess.
I æsku las ég Orms þátt Stórólfssonar af mikilli áfergju. Að efni til
þótti mcr hann vera skemmtilegt ævintýr og ekki annað, en hinu trúði
ég eins og nýju neti, að bóndi einn, sem þar er nefndur, hafi heitið ‘Dúf
þakr’ í ‘Dúfþaksholti’, því að svo stóð í útgáfunni í Fommannasögum, sem
ég las. Þá vissi ég ekki, að miðaldahandrit gera oftast engan skilsmun á
u og ú, og verið gat, að hér kæmi til ágizkun ókunnugra manna (útgef-
enda). Þegar ég fór um þetta hérað í fyrsta sinn, heyrði ég, að bærinn
hét ‘Dufþaksholt’ eða ‘Dufþekja’. Síðan heyrði ég um Dufþekju (Dufþaks-
skor) í Vestmannaeyjum. Löngu síðar nam ég af fróðum mönnum, að
‘Dufþakr’ er dregið af irska mannsnafninu ‘Dub(h)thach’, og er fyrri lið-
ur þess ‘dub(h)’, dökkur, með stuttu u-i.
Fleiri nöfn með þessu upphafi voru til í íslenzku, og gegnir yfirleitt
um þau sama máli og um Kormaks og Dufþaks nafn: handritin gáfu ekki
ótvíræða vitneskju um framburðinn, eða sjaldnast. En örnefnin bera þá