Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 226
224 Ritfregnir Skímir
ósagt enn um nýmæli þau, er ráðamenn stóðu að hér á landi um alda-
mótin 1800.
Annar kafli bókarinnar nefnist Endurreisnarbarátta og nær yfir tima-
bilið frá 1802—1880. Er það að vonum lengsti kafli ritsins, því að frá
mörgu er að segja. 1 upphafi segir nokkuð frá hinum síðustu Hólasveinum,
einkum þó Hallgrimi Scheving, hinum merka kennara og fræðimanni.
Brugðið er upp átakanlegri mynd af hinum síðasta kirkjupresti á Hólum,
Þorkeli Ölafssyni, sem er eins og „vefstóll úti í horni“ árum saman, en
tekur óblíðum örlögum og gleymni yfirboðara með einstakri hugarró.
Segja má með nokkrum rétti, að framantalin atriði hefðu átt hetur heima
í fyrsta kaflanum. Skemmtilegt er það, að Páll Hjálmarsson, sem er síðasti
skólameistari á Hólum, verður jafnframt fyrstur til að hefja á loft merki
endurreisnarbaráttunnar. Dvöl hans í Kaupmannahöfn veturinn 1802—03
í þeim erindagerðum að bjarga skólanum frá glötun, er snilldarlega lýst.
Siðan er rakinn gangur mála, allt þar til skóli er stofnaður á Möðruvöll-
um, og koma þar við sögu margir ágætismenn. Minnistæðastir verða þar
í meðförum höfundar þeir Ólafur Ólafsson prófessor og stórþingsmaður í
Kóngsbergi, Sveinn Skúlason ritstjóri og séra Arnljótur Ólafsson. Að lok-
um er svo gerð grein fyrir löggjöf um Möðruvallaskóla, smíði skólahúss,
skipun skólameistara og kennara, fyrstu skólasetningu á Möðruvöllum,
liaustið 1880, og upphafi skólastarfs þar.
Þriðji kafli, um matarmálið á Möðruvöllum, er að mörgu leyti veikasti
hluti bókarinnar, en óhjákvæmilegt var að gera þessu óskemmtilega efni
nokkur skil, svo nærri sem málið gekk lífi skólans, þótt ekki kunni það
að þykja stórt í sniðum.
Fjórði kaflinn nefnist LífsstríS skólans og er einn af hinum veigamestu.
Sannast þar sem oftar, að ekki er minna um vert né vandaminna að gæta
fengins fjár en afla. Erfitt árferði og margvislegir byrjunarörðugleikar
létu ekki á sér standa. En skilningsskortur, rigur og öfund juku stundum
á vandræðin, svo að oft syrti í álinn næstu árin. Þó birtir verulega til um
og upp úr 1890, enda þótt skólinn sé aldrei fyllilega úr lífshættu, meðan
hann er á Möðruvöllum. Jafnvel skólameistarinn sjálfur, hinn hugum-
prúði Hjaltalín, sem hafði sýnt einstaka þrautseigju í hvers konar nauðum
skólans, gerist skyndilega árið 1895 formælandi frumvarps á Alþingi þess
efnis, að Möðruvallaskóli verði lagður niður, en var svo heppinn, að frum-
varpið var fellt! Ágætar mannlýsingar auðga þennan hluta bókarinnar,
og skal hér einkum nefndur kaflinn um Þorvald Thoroddsen, skarpleg og
djarfleg mannlýsing, er raunar sómir sér vel sem sjálfstæð ritgerð. Ég
verð að játa, að ég var illa að mér um Guðmund Hjaltason og starf hans,
þangað til ég las „Norðlenzka skólann", en merkileg er sú mynd, sem þar
er brugðið upp af þessum góðhjartaða, en dálitið barnalega postula. Skóli
hans, Hléskógaskólinn, verður um eitt skeið skæður keppinautur Möðru-
vallaskóla, en ekki er laust við, að manni verði á að brosa yfir því, hvern-
ig bókarhöfundi léttir (vitaskuld af umhyggju fyrir Möðruvallaskóla!),