Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 94
92
Sigurjón Einarsson
Skírnir
Og hann varar fólk við að leggja eyru við rógi þeirra manna,
sem níða landið og eru svartsýnir á tilveru þjóðarinnar. Hand-
an dóms drottins eygir hann nýja og betri framtíð.
Ef gárungar nokkrir girnast það
að gabba vort land og níða.
— Fyrnist fsland fríða —■
gott fólk ekki gefi því stað
og gremjist eigi slikum róm.
— Fölnar jarðarblóm o. s. frv.
Ei hef ég þetta ort af því
til óvirðingar að þýða.
— Fyrnist fsland fríða —
Það yngist og blómgvast aftur ó ný
eftir hinn mikla drottins dóm,
— þá fegrast jarðarblóm o. s. frv.
En á séra Ólafur aðeins við innlenda menn, er hann í kvæði
þessu talar um gárunga þá, sem níða landið? Víst gæti manni
dottið í hug, að hann hafi, ef til vill, þekkt rit Gregoríusar
Peersons, sem út kom í Hamborg árið 1561,1) þar sem mjög
rangt var skýrt frá lifnaðarháttum Islendinga og landsmenn
tóku mjög nærri sér á þessum árum.
En svo nægir líka að benda á, að rit Arngríms lærða, „Brev-
is commentarius de Islandia“, kom út árið 1593, og er ekki
að efa, að séra Ólafur hefir þekkt það. Það eitt væri nægilegt
til þess, að hann tæki svo til orða í þessu kvæði..
Um þetta leyti hafði danska verzlunareinokunin fært fjötra
sína á þjóðina. 1 þeim málum var ástandið vestra líkt og ann-
ars staðar á landinu.
Ekki er reyndar hægt að segja, að séra Ólafur hafi verið
forgöngumaður í baráttu við kaupmenn, en hans er þó getið
í sambandi við kvartanir út af verzlunaránauðinni.
Árið 1615, þann 6. júní, eiga þeir prestarnir Jón Styrkárs-
son á Álftamýri, Jón Erlendsson á Hrafnseyri, Ólafur á Sönd-
um, Sigmundur Egilsson á Eyri í Skutulsfirði og Gísli Ólafs-
!) Rit þetta var skrifað á þýzku og er fyrsta ferðasagan, sem til er
héðan. Sbr. grein Pálma Hannessonar: Skoðanir erlendra manna á Islandi
fyrr og nú. Erindasafnið V. bindi, Reykjavík 1945.