Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 60
58
Alexander Jóhannesson
Skímir
konar efni í rit Konrad Maurers „Islandische Volkssagen der
Gegenwart“, er kom út 1860. f þrem sögukvæðum, er bera
heitið „Gunnar“ lýsir Fontane lífi Gunnars á Hlíðarenda og
Hallgerði langbrók, en um þetta efni hefir einnig skáldkonan
Helene von Engelhardt-Pabst (f 1910) kveðið í 36 söngvum,
er nefnast Gunnar von Hlíðarendi (Wien 1909). Um efni
Gunnlaugssögu hafa einnig ort Anton Edzardi „Schön Helga
und Gunnlaug“ 1875 og Karl Bleibtreu í Gunnlaug Schlangen-
zunge. Eine Inselmar (1879). Um Gretti orti skáldið E. Dago-
bert Schönfeld „Grettir der starke“ 1896. Hann kom til fs-
lands til þess að safna efni í bók sína „Der islandische Bauern-
hof und sein Betrieb zur Sagazeit“. Um Gretti orti Hellmuth
ZJnger í jólasögu einni „fn fremder Einsamkeit“ (1914) og
löngu síðar orti EJrsula Zabel leikrit sitt „Grettir“ um sama
efni. Efni í Laxdælu sótti Dagobert Schönfeld í rit sitt „Kjart-
an und Gudrun“ (1898), og um Vínlandsferðir fslendinga í
fornöld hafa þeir ort Hamborgarrithöfundurinn Ewald Ger-
hard Seeliger í hinni sjöundu af sjóferðasögum sínum, Frey-
dis Rothar (1915), en þessar sjóferðasögur eru samtals 20, og
Vínarskáldið Emil Lucka í bók sinni „Winland, Novellen und
Legenden“ (1912). Lucka notaði íslenzkar heimildir um Eirík
rauða og Leif heppna og segir frá því, hversu Eiríkr rauði
ásamt konu sinni Freydísi uppgötvaði Vínland. Hann segir og
frá því, hversu allir íslendingarnir féllu í viðureign við Eski-
móa og hversu Freydís lætur vega sig með sverði Eiríks til
þess að falla ekki í hendur Eskimóa. Eftir Johannes Dose er
skáldsagan „Das Erdfeuer“, er lýsir eldgosinu árið 1000 og ber
vott um mikla þekking á efninu, bæði menningarsögulega og
landfræðilega.
Flest eða öll rit þau á þýzku, er skýrt hefir verið frá, fjalla
um fornaldarbókmenntir fslendinga í óbundnu máli. En Eddu-
kvæði, bæði andi þeirra og efni, lifa áfram og að eilífu í
meistaraóperum Richard Wagners, er lagði til grundvallar
hina norrænu frásögn hins samgermanska Niflungabálks,
eins og hún birtist í Eddukvæðum.
Þessi áhugi Þjóðverja á íslenzkum fræðum hefir haldizt.
Islenzkir rithöfundar eins og Gunnar Gunnarsson, Guðmund-