Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 214
212
Ritfregnir
Skírnir
syni og prófessor Magnúsi Mó Lárussyni, ber sérstaklega að þakka mikið
og vel unnið starf, sem hefir orðið til þess, að bókin er miklu betur úr
garði gerð en hún hefði orðið án þeirra.
Halldór Halldórsson.
Gyldendals Opslagsbok 2—5. Redigeret af A. P. Hansen og Anders
Svarre. Gyldendal MCMLIX—MCMLX.
Um fyrsta bindi þessarar alfræðibókar var getið í Skírni 1958. Síðan
hafa fjögur bindi komið út, og er útgáfu verksins þar með lokið.
Alfræðibók þessi er handhæg, lítil alfræðibók. Tvennt er það, sem sér-
staklega einkennir hana og gerir hana aðgengilegri en flestar þess konar
bækur af sömu stærð, en það eru myndir og bindi meÓ atriSisorSum. 1
bókinni eru, eins og venja er til í sams konar ritum, fjöldi mannamynda,
en auk þess er mikill sægur skýringarmynda, t. d. við greinir um tækni-
leg og visindaleg efni, og enn fremur fjöldi litmynda af listaverkum.
Skýringarmyndirnar gera margt það ljóst, sem annars væri óskýrt. Með
einni lítilli mynd má oft skýra flókna hluti betur en með löngu lesmáli.
Hér er því raunverulega um spamað á rúmi að ræða. Vitanlega er þess
konar skýringarmyndir að finna í öðrum alfræðibókum, en fáar slíkar af
svipaðri stærð munu hafa jafnmörgum og jafngóðum skýringarmyndum
á að skipa. Sama máli gegnir um listaverkamyndirnar. Prentun litmynd-
anna er óvenjugóð, svo að hrein unun er á þær að horfa. Mörg landa-
bréf prýða einnig bókina. Höfuðkost þessarar alfræðibókar tel ég þó bind-
i8 um atriSisorS (5. Tabeller—Ideks). Fremst í því eru skrár, sem geyma
margvíslegan fróðleik.
Ég skal sem dæmi nefna, að í skrám þessum má finna reglur um
framburð í ýmsum málum, daga- og mánaðaheiti í nokkrum málum,
nöfn og embættisár allra páfanna, frægar óperur og höfunda þeirra, helztu
borgir og bæi í flestum löndum og íbúatölu þeirra og margt fleira. Mest-
ur hluti bindisins er þó skrá um atriðisorð. Þar má finna, hvar í bókinni
er að finna fróðleik um hvert atriði. Oft er vikið að sama efni i mörgum
greinum, og kemur þá skrá þessi að góðu haldi. Þar má einnig sjá, hvort
að þeim er vikið í töflunum í 5. bindi, hvort nokkur mynd er af fyrir-
bærinu o. s. frv. Flest náttúrufræðileg heiti og læknisfræðiheiti eru í aðal-
tókinni undir sinum dönsku nöfnum, en í atriðisorðaskránni eru jafn-
framt tilgreind latínuheitin. Við skulum hugsa okkur Islending, sem vill
fræðast um steinbrjót, en veit ekki, að jurtin heitir á dönsku stenbræk.
Ef hann þekkir latínuheitið saxifraga, getur hann flett því upp í skránni
og fundið þar með uppsláttarorðið. Ef athuga skal, hvort minnzt sé á
Tómas GúSmundsson í tókinni, nægir ekki að fletta upp GuSmundsson
í aðalbókinni. Þótt Tómas sé þar ekki að finna, er ekki vist, nema á hann
sé minnzt annars staðar. Ef flett er upp GuSmundsson i atriðisorðabók-
inni, kemur í ljós, að Tómas er nefndur í greininni Islandsk litteratur.
Þannig mætti lengi telja kosti þessa bindis um atriðisorð.