Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 30
28
Sveinn Einarsson
Skirnir
Um hana síðar mun svella
sogandi hafstrauma flóð.
Yfir oss glymur,
yfir oss vaggast
ónefnd og óborin þjóð.
(Þýðing Sigurðar Nordals).
Þetta kvæði hefur verið túlkað sem ádeila á efnishyggjuna.
1 öðru kvæði, Svo mælti Zaraþústra eða Sálunda talade Zara-
thustra, tekur hann einnig til máls gegn hugmyndum, sem
mikið var haldið á lofti. Hann leggur spámanninum í munn
orð, sem koma ekki alveg heim við kenningar Nietzsches um
Sklavenmoral eða þrælasiðferði. Það ofurmenni eða t)ber-
mensch, sem Fröding boðar eða dreymir um, öðlast ekki and-
legan eða líkamlegan þroska á kostnað hinna, sem ekki ná
eins langt, eða skyldi stóra tréð verða stærra, ef hin minni
eru höggvin? Svo mælti Zaraþústra, og lærisveinar hans undr-
uðust stórlega . . . Fröding tekur sem fyrr mið af manninum,
ekki fáeinum útvöldum, heldur manninum sem slíkum í stærð
sinni eða smæð. Skáldið Wennerbóm, sá þurfalingur, á jafn-
helgan lífsrétt og hinn goðborni sveinn úr landi Aríanna, sem
Fröding lýsir síðar í Morgundraumi. 1 kvæðinu um Wenner-
bóm fallast í faðma hið milda skop Frödings og hin ríka sam-
úð hans. Drykkjurútnum er lýst í ógleymanlegri rismynd,
en jafnframt er eins og við komumst inn fyrir skelina: það
býr æðimikið af skáldinu Fröding í skáldinu Wennerbóm.
Um eitt skeið vakti fyrir Fröding að yrkja flokk ljóða, sem
öll lýstu (smá-)bæjarlífi að einhverju leyti. Af þessu varð
þó ekki, en nokkur kvæðanna urðu til, og Skáldið Wenner-
bóm er eitt þeirra.
Árið 1896 sendi Fröding frá sér ljóðabókina Stdnk och flik-
ar, sem vakti nokkrar deilur, og sýndist sitt hverjum um ágæti
hennar í fyrstu, en nú mun hún almennt viðurkennd veiga-
mesta ljóðabók skáldsins. Segja má, að hún sé með nokkuð
alvarlegri blæ en hinar fyrri, og á skáldið leita spumingar,
sem slá fölska á lífsgleði hans. Háðið og skopið hefur hann þó
ekki alveg lagt á hilluna, hvorki hér né í næsta ljóðasafni,
Gammalt och nytt, sem út kom árið eftir, þó að kvæðin í