Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 239
SKÝRSLUR OG REIKNINGAR
Bókmenntafélagsins árið 1959.
Bókaútgáfa.
Árið 1959 gaf félagið út þessi rit og fengu þau ókeypis þeir félagsmenn,
sem greiddu hið ákveðna árstillag til félagsins, 120 kr.:
Skimir, 133. árgangur ................... bókhlöðuverð kr. 100,00
Annálar 1400—1800, V. b., 4. h......... — — 40,00
Handritamálið, eftir Einar Ól. Sveinsson . . — — 59,00
Samtals ......... kr. 190,00
ASalfundur 1960.
Hann var haldinn 28. des. 1960, kl. 5 síðdegis, í háskólanum.
Fundarstjóri var kjörinn Einar Bjarnason rikisendurskoðandi, núverandi
gjaldkeri Bókmenntafélagsins.
1. Forseti minntist þeirra félagsmanna, er látizt höfðu á árinu:
Brynjólfur Stefónsson, framkvæmdastjóri, endurskoðandi félagsins,
Reykjavík.
Finnbogi Sigurðsson, bankafulltrúi, Reykjavik.
Guðrún Ármannsdóttir, frú, Reykjavík.
Haraldur Leósson, kennari, Isafirði.
Jens Níelsson, kennari, Reykjavík.
Júlíus Havsteen, fv. sýslumaður, Reykjavík.
Magnús Þorsteinsson, fv. prestur, Reykjavik.
Ólafur B. Bjömsson, kaupmaður, Akranesi.
Steingrímur Pálsson, kennari, Reykjavík.
Þorkell Jóhannesson, prófessor, dr. phil., Reykjavík.
Þórður Jónsson, bókari, Reykjavik.
Þorkell Jóhannesson prófessor var einn af fulltrúum félagsins, og skýrði
forseti frá, að samkvæmt 13. gr. félagslaganna hefðu fulltrúarnir nú kos-
ið mann í hans stað þangað til næsta fulltrúakosning fer fram, Halldór
Halldórsson prófessor, ritstjóra Skírnis.
Fundarmenn risu úr sætum og minntust hinna fráföllnu félagsmanna.