Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 215
Skírnir
Ritfregnir
213
Sú mikla hætta fylgir að jafnaði svo stuttum alfræðibókum, þar sem
þjappa verður miklu efni saman á lítið rúm, að það, sem lýsa skal, sést
ekki í sínu rétta samhengi. Getur þannig sá, er les, fengið ranga hug-
mynd um efnið, án þess það hafi ef til vill verið ætlun þess, er ritar,
að stofna til nokkurs misskilnings eða hann hafi viljað villa sjónir lesand-
ans. Ég skal taka nokkur dæmi máli mínu til stuðnings.
Sjálfstæðisbaráttu fslendinga er lýst svo í bókinni: „Fra 1849 pol. strid
ml. islœndingene indbyrdes om l[sland]’s forhold til Danmark, indtil I[s-
land] 1918 blev en suverœn stat.“ 11,492. Allt er þetta satt. Islendingar
deildu eða voru ekki á eitt sáttir í sjálfstæðisbaráttunni. En í frásögnina
vantar aðalatriðið, þ. e. að aðaldeilan stóð ekki milli fslendinga innbyrðis,
heldur milli íslendinga og Dana. Sá, er ekkert veit um málin, gæti af
ofangreindri klausu fengið þá hugmynd, að aldrei hefði staðið neitt á
Dönum að veita íslendingum sjálfstæði, það hefði aðeins verið innanlands-
deilur íslendinga, sem hefðu tafið málið.
Um uppruna íslendingasagna segir svo: „Pávirket af vœrker om no.
konger bliver man sig i 13. árh. hjemlig fortid bevidst og tager i prosa-
vœrker (sagaer) stilling til nybyggertiden“. 11,492. Svo mun talið, að
konungasögurnar séu eldri bókmenntagrein á íslandi en íslendingasög-
urnar. En ærið þröngur skilningur er þctta ó uppruna sagnanna. Ég vil
þó ekki eingöngu kenna höfundi greinarinnar um þetta, heldur er verk-
efnið, sem hann tekst á hendur, að þjappa bókmenntasögu heils lands
saman í fáeinar linur, óleysanlegt nema með því að tæpa svo lauslega ó
erfiðum og flóknum vandamálum, að misskilningi hlýtur að valda.
Um raunsæisskáldin íslenzku, Gest Pálsson og Hannes Hafstein, segir,
að þeir „angriber sagatraditionen som reaktionœr“ (11,494). Vafalaust
má finna þessum orðum einhvern stað, sérstaklega þó á þann hátt, að þeir
hafi ráðizt á hina rómantisku fornaldardýrkun. En allt um það gefur
þetta ranga hugmynd. Afstaða íslenzku raunsæisskáldanna til viðfangsefna
sinna stendur einmitt nær „sagatraditionen" en ýmissa fyrirrennara þeirra.
Setningin í alfræðibókinni kynni að skiljast þannig, að um eitthvert rof
við fornbókmenntirnar væri að ræða. En því fer víðs fjarri.
Nokkrar beinar villur um íslenzk efni hefi ég rekizt á, og skal ég víkja
að nokkrum þeirra. 1 greininni Island segir svo: „i en udlober herfra [o: úr
Vatnajökli] ligger den isklœdte vulkan Örcefa, l[sland]’s hajeste punkt,
2119 m“ (11,491). Tindurinn heitir, eins og alkunnugt er, Örœfajökull, en
ekki öræfa. 1 greininni Snorri Sturluson stendur: „Den starste og mest
beramte sagá er Olav Tryggvesans.“ IV, 214. Frægasta saga Snorra er
auðvitað Ólafs saga helga. 1 greininni Reykjavík er þetta: „Af bygninger
kan fremhœves altingsbygningen fra 1760erne.“ IV, 48. Hér skýtur heldur
skökku við. Árið 1879 samþykkti Alþingi fyrstu fjárveitingu til bygging-
ar Alþingishússins, sbr. Dr. Jón Helgason, Árbœkur Reykjavíkur 1786
—1936. 2. útgáfa. Dr. Jón Jóhannesson sá um útgáfuna, bls. 198. 5. maí
1880 var hyrningarsteinn hússins lagður (sama rit, bls. 201), og það var