Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 70
68
Ole Widding
Skirnir
nafnleysi til nafngiftar, heldur en öfugt: frá því að nefna
með nafni til nafnleysis. 1 síðara tilvikinu yrði að gera ráð
fyrir, að Brandur hafi átt óvini, sem vildu þegja um bók-
menntalega verðleika hans.
Sá möguleiki er vitaskuld til, að Brandur Jónsson hafi
sjálfur af tilhlýðilegri hógværð haldið nafni sínu leyndu, en
síðari kynslóðir viljað minnast verðleika hans með því að
tengja nafn hans þessum þýðingum. Það hlýtur að vera á
slíkum rökum reist, að síðari tíma menn hafa veitt hon-
um heiðurinn af þýðingunum, ef menn hafa þá yfirleitt
ályktað nokkuð, en ekki aðeins tekið góðar og gildar upplýs-
ingarnar í þessum tveim ungu handritum. Hér lokast leiðin
þeim, sem styðst við það, er ráða má af handritunum.
En til eru önnur sjónarmið, sem taka verður tillit til, ann-
ars vegar sjálf þýðingin á Alexanderssögu og málið, sem á
henni er, og hins vegar afstaða Alexanderssögu og Gyðinga-
sögu, að því er varðar þýðingarnar.
Fyrst er ástæða til að athuga nánar hið vel varðveitta hand-
rit AM 519,4°, sem bezt hefur geymt Alexanderssögu. Bit-
höndin er glæsileg og náskyld skriftinni á tveim aðalhandrit-
um Grágásar, Konungsbók og Staðarhólsbók, sem eru full-
trúar eins hins bezta í íslenzkri bókaskrift á síðari hluta 13.
aldar. Það getur ekki verið frumhandrit og því ekki handrit
Brands af sögunni. Það sýna nokkrar afritaravillur mjög
greinilega. Þannig er ritað skripat fyrir skrifat (3624) og acap-
lega (610) fyrir ákaflega. 1 báðum tilvikum hlýtur afritarinn
að hafa mislesið svokallað engilsaxneskt v, en ritvillan sýnir
ljóslega, að hér er um afrit að ræða. Það er líka hægt að
koma með rökstudda ágizkun um, að þetta glataða forrit hafi
verið ritað af að minnsta kosti tveimur skrifurum með mis-
munandi stafsetningu, þar sem í sögunni, eins og hún stendur
í AM 519, 4°, er kafli, sem sker sig úr vegna einkenna í staf-
setningu miðað við hina kaflana, en ekki vinnst rúm til að
rekja það hér.
Það hefur verið ákaflega vandasamt verk að þýða Alexand-