Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 96
94
Sigurjón Einarsson
Skírnir
En af þessum sökum mun Ari hafa verið kærður fyrir höf-
uðsmanni árið 1616. Ljóst er af konungsbréfi frá 6. maí
1617,’) að kaupmenn hafa kvartað um það við konung, að
landsmenn skuli sjálfir vilja ráða verði á vörunni.
Og sennilega hefir þessi barátta Ara við dönsku kaupmenn-
ina verið ein orsök þess, að hann fær vitnisburð sinn hjá séra
Sveini prófasti í Holti og prestunum, Ölafi á Söndum, Hall-
dóri Torfasyni, Jóni Erlendssyni og Jóni Styrkárssyni.
Er vitnisburður þessi dagsettur í Holti þann 19. júní 1617.2)
En vitnisburðarins óskaði Ari um þessi atriði:
1. Sýslumannsstjórn hans, hvort hann hafi í sínu embætti
leitað guðs dýrðar og heiðurs og sæmdar guðsorðsþénara.
2. Hvort hann hafi ekki viljað gera hverjum manni lög og
rétt, sem þess hafi leitað, eða hann hafi haft ómögulega
fégirnd og haft af mönnum með valdi og ofríki eignir
þeirra.
3. Um hegðun hans við stórbrotamenn.
4. Um tilhlutan hans áhrærandi kaupskaparágreining milli
útlenzkra kaupmanna og Islendinga.
5. Um sjálfs hans persónu og hegðun yfirleitt í öllum grein-
um.
Sem vænta mátti, fær hann hinn bezta vitnisburð hjá prest-
unum í öllum þessum einstökum greinum, og segja þeir, að
hann „hafi í öllum greinum svo ungur sem gamall sér ágæt-
lega breytt og hegðað með góðri röksemd og ráðvendni, forð-
ast víti og lýti til máls og gerða, en dygð og dandimennsku
stundað og sig þannig sett til eins merkilegs spegils og fyrir-
myndar í sínu dagfari í mörgum góðum dygðum og mann-
kostum, sem einum trúum og ærlegum sýslumanni sæmir og
ber . .. og mögulegt er í þessu syndum spillta holdi að fram-
kvæma (því hér er enginn syndlaus)“,2)
Líklegt er, að nokkur urgur hafi verið gegn Ara, úr því að
hann fór að fá þennan vitnisburð, og sennilega hefir hann
haft góðan aðgang að prestum þeim, er gáfu honum hann.
Prófasturinn, séra Sveinn Símonarson, var mjög tengdur
J) Einokunarverzlun Dana á Islandi 1602—1787, bls. 370.
2) Ævir lærðra manna, l.bindi.