Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 63
OLE WIDDING:
ÞAÐ FINNUR HVER SEM UM ER HUGAÐ.
I tveimur miðaldahandritum er frá því greint, að Brandur
Jónsson biskup á Hólum hafi þýtt Alexanderssögu og Gyð-
ingasögu, og því þá að efast um sannleik þeirra orða?
Mér er nær að halda, að hver, sem les þessar tvær sögur
eins og þær standa í íslenzkum handritum, hljóti að efast.
Það er tvennt, sem styður þær efasemdir. Annað er það,
að í hinu elzta og bezta handriti af Alexanderssögu stend-
ur ekki neitt um, að Brandur Jónsson hafi þýtt hana. Hitt er,
að munurinn á þessum tveim sögum um mál og stíl er svo
geysilegur, að erfitt er að gera sér í hugarlund, að einn og
sami maður hafi getað beitt málinu á svo ólíkan hátt. Þýð-
ingin á Gyðingasögu má heita vandræðaleg, en aftur á móti
verður að telja Alexanderssögu þýdda af snilld.
Þegar ég las þessar sögur í fyrsta sinn, skaut sú efasemd
upp kollinum í huga mér, hvort þýðandi þeirra beggja gæti
verið sá sami. Við margendurtekinn lestur til þess að orðtaka
þær fyrir orðabók Ámanefndar og með samanburði á text-
unum við latnesku frumritin, styrktist þessi efasemd.
Handrit þau, sem til eru af sögunum, eru þannig, að ekki
var hægt að ákveða strax, að þýðendur þeirra væru tveir.
Það reyndist þvi nauðsynlegt að gera sérstakar rannsóknir.
Nokkrum hluta þeirra er þegar lokið, og verður hér greint frá
nokkrum niðurstöðum, byggðum á rannsóknum á máli, rétt-
ritun og almennum ályktunum.
Af frásögnum Sturlungu vitum við góð deili á Brandi Jóns-
syni. Þegar hans er fyrst getið, er hann nefndur Brandr
prestr Jónsson, er síðan var biskup at Hólum (Sturlunga-