Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 132
130
Halldór Halldórsson
Skírnir
andi að sama skapi“ (bls. 9—10). Jafnframt getur höfundur
þess, að nöfnunum fylgi „drög að skýringum á merkingu
þeirra, uppruna og ferli“ (bls. 8). Af þessu er sýnt, að höf-
undur hugsar sér bókina ekki fyrst og fremst sem vísindarit,
heldur sem alþýðlegt leiðbeiningarrit. Bókina ber því um
fram allt að dæma í samræmi við það.
Ætlun mín með þessari ritsmíð er ekki fyrst og fremst að
dæma bók Hermanns Pálssonar, þótt ég muni mjög til henn-
ar vitna. Tilgangur höfundar er fagur, sprottinn af ást á hrein-
leik íslenzkrar tungu og sannfæringu um, að nafnaforðinn
skipti þar miklu máli. Höfundur á því miklar þakkir skildar
fyrir bók sína, og hún mun áreiðanlega hafa mikil og góð áhrif
og verða mörgum fróðleiksfúsum alþýðumanni til mestu
skemmtunar. Ég vil leggja á þetta áherzlu, því að í grundvallar-
atriðum er ég höfundi sammála, þ. e. að vinna beri ötullega
að því að varðveita hina fornu nafngjafarsiði vora og halda
nafnaforðanum sem hreinustum. Hins vegar er mér engin
launung á því, að mér virðist hreintungustefnan of öfgakennd
hjá höfundi. Það tel ég hættulegt, vegna þess að það getur
skapað andstöðu, fengið menn til að rísa upp og telja allt hjal
um hreinleik nafnorðaforðans sérvizku nokkurra lærðra
manna. Hér hygg ég vænleglegast til árangurs að sigla milli
skers og báru, eins og reynt hefir verið að gera í nýyrðamál-
unum. Ég efa ekki, að jafngreindur maður og Hermann Páls-
son og jafnlærður í þessum málum verður mér sammála um
þetta við nánari athugun.
Framarlega í bók sinni birtir höfundur Lög um manna-
nöfn (nr. 54, 27. júní 1925) og gerir nokkrar athugasemdir
um þau. 1 lögum þessum segir, að ekki megi menn „bera önn-
ur nöfn en þau, sem rétt eru að lögum íslenzkrar tungu“.
Enn fremur segir þar, að hver maður skuli heita „einu ís-
lenzku nafni eða tveim“. Eins og höfundur tekur fram, eru
hugtökin „nöfn . . . rétt að lögum íslenzkrar tungu“ og „ís-
lenzkt nafn“ ekki skilgreind í lögunum. Mér virðast lögin
ekki framkvæmanleg nema að sumu leyti, meðan ekki hefir
verið gefin út reglugerð, þar sem skýrt er, hvað við er átt
með þessum hugtökum. Höfundur telur upp ýmis einkenni