Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 199
Skírnir
Samtíningur
197
mála: þar opnast hliðið sjálfkrafa, þegar hin rétta hetja segir til sín. Þeir
Gwyn Jones og Thomas Jones telja söguna af Kulhwch og Olwen eldri en
frá síðara hluta elleftu aldar (Introduction, bls. ix).
1 grein nokkurri, „Celtic elements in Icelandic tradition" (pr. í Béa-
loideas 1957, Dublin 1959), hef ég getið þess til, að efni íslenzku kvæð-
anna og sagnanna, sem rætt hefur verið um hér á undan, hljóti að vera
sprottið af sögu frá hinu gaeliska málssvæði (írlandi eða Vestur-Skotlandi),
sem skyld hafi verið „Kulhwch og 01wen“ (bls. 20). Hugði ég þá, að þar
væri að ræða um sagnir af guðinum Balor, en í þeim er sumt skylt og í
„Kulhwch og 01wen“, en líkingaratriðin virðast mest lúta að því, sem
ekki er í íslenzku heimildunum. En síðan hef ég kynnzt allt annari frá-
sögn írskri, þar sem fyrir koma mörg atvik sviplik þeim, sem finnast í
Grógaldri og Fjölsvinnsmálum.
Þessi frásögn nefnist „Eachtra Airt meic Cuind ocus tochmarc Delb-
chaime ingine Morgain" eða í enskri þýðingu „The adventures of Art
son of Conn, and the courtship of Delbchaem“ og er gefin út með þýðingu
á ensku af R. I. Best í timaritinu Ériu, III. bd., 1907. Hann fer eftir 15.
aldar handriti, hinu eina sem hann veit um af sögunni, en hann bendir
á, að sagan sé nefnd í gamalli sagnaskrá, en hvort hún þokar sögunni
nokkuð aftur i tímann, veit ég ekki,
Eins og Best tekur fram, er textinn ruglingslegur og óljós (hann talar
um „several discrepancies and obscure passages"), og fer varla hjá, að
hann sé styttur (getið um, að maður kvað kvæði, en þvi sleppt, bls. 172
og 173).
Sagan hefst á því, að Conn Cétchathach ræður fyrir Irlandi. Hann á
með konu sinn son þann, er Art heitir. Nú deyr drottning, og harmar
konungur hana sáran.
Þá segir frá goðkynjuðum verum, Tuatha De Danann, sem i sögmn
koma fram sem huldufólk. Kona nokkur af því fólki, Bécuma, hafði tekið
framhjá bónda sínum, og var hún dæmd útlæg. Fór hún þá til írlands
og á fund konungs og gerðist frilla hans. Hafði hún raunar lagt hug á
Art konungsson, en krafðist þess nú, að konungur gerði konungsson út-
lægan. En þá hætti korn að gróa og kýr að mjólka, og kváðu drúídar
þetta vera sök hinnar seku konu, sem konungur bjó með. Yrði ekki úr því
bætt nema fundinn væri drengur sonur saklausra hjóna og honum fórnað.
Næst koma langar frásagnir af því, er Conn konungur leitar hans, og
síðan frá fórnfæringu drengsins.
Næst má sjá, að Art konungsson er aftur kominn í kóngsgarð, og hefst
nú sú frásögn, þar sem líkingar eru við Grógaldur og Fjölsvinnsmál.
Bécuma, frilla konungs, sá Art úti leika að tafli. Hún lagði á hann,
að hann skyldi tefla við hana og leggja nokkuð undir taflið. 1 fyrstu vann
hann og lagði þraut fyrir hana, en siðan vann hún og lagði á hann:
„Þú skalt ekki mat eta á írlandi fyrr en þú kemur með Delbchaem