Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 186
184
Árni Böðvarsson
Skírnir
skrifað er, skribajo, en verknaðurinn að skrifa er skribado
eða skribo eftir því hvort um er að ræða langæjan eða skamm-
æjan verknað. Til að mynda lýsingarorðið skriflegur þarf
ekki annað en bæta lýsingarorðsendingunni -a aftan við stofn-
inn og segja skriba, t. d. skriba kontrakto, skriflegur samn-
ingur. Sögnin að klippa er á esperanto tondi; maður sem
klippir tondisto (klippari, ef það orð merkti ekki í íslenzku
hárskera sérstaklega); klipptur hlutur, t. d. útklippt mynd, er
tondajo, en verknaðurinn að klippa tondo eða tondado, eftir
því hvort lögð er áherzla á langan eða skamman tíma verks-
ins. Og ef einhverjum dytti í hug að mynda lýsingarorð, er
það að sjálfsögðu tonda. Viðskeyti til að tákna verkfæri eða
tæki er il, og því heita skriffæri skribilo, en skæri tondilo.
Viðskeytið in er notað um kvenkyn; viro merkir karlmaður,
en virino kvenmaður, frato er bróðir, en fratino systir, lern-
anto nemandi og lernantino námsmær. Viðskeytið ar er not-
að um fjölda eða samsafn: lernantinaro = hópur námsmeyja;
viðskeytið eg um eitthvað mikið eða stórt og et um eitthvað
lítið: fratineto litla systir. Monto merkir fjall almennt, mon-
taro fjallgarður, montego mikið fjall og monteto lítið fjall eða
smáfell. Síðan má skeyta saman mörgum viðskeytum, ef
menn vilja, og segja t. d. montegaro = stórfjallagarður eða
eitthvað því líkt, montetaro fellótt landslag.
Það liggur í augum uppi að tungumál með slíkum mögu-
leikum til orðmyndunar býr yfir meiri fjölbreytni í stíl og
orðavali en önnur mál er ekki eiga slíkan frjómátt. En er þá
ekki einhver annar ókostur sem vegur upp þessa kosti? spyr
þá einhver. Að sjálfsögðu mætti benda á ýmis smáatriði er
betur mættu fara í esperanto, en ekkert þeirra er neitt höfuð-
atriði í málinu. Það veldur óhagræði við prentun að nokkrir
bókstafir málsins tíðkast ekki í öðrum tungumálum, en svo
er raunar um fleiri, t. d. íslenzku. Beygingar allar i esperanto
eru reglulegar og undantekningarlausar, nema fleirtala per-
sónufornafna, en þar er raunar ekki um að ræða nema átta
orð samtals (fleirtölumyndirnar meðtaldar). Framburður er
alltaf reglulegur og undantekningarlaus, sama hljóð ætíð
táknað með sama staf og sami stafur táknar alltaf sama hljóð.