Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 207
Skírnir
Ritfregnir
205
dæmir svo af útliti fjalanna eða hann hermir aðeins gömul munnmæli.
Nokkrar athugasemdir má gera við rökfærslu höf. um samband fjala frá
Bjamastaðahlíð og Flatatungu. Kr. Kálund kom aldrei að Bjarnastaðahlíð,
og eru því upplýsingar hans um fjalirnar þaðan ekki samkvæmt eigin
sjón, eins og Kristján Eldjárn hefur bent á. Þá verður vafasamt, hve mikið
mark er takandi á þeim orðum ICSlunds, að myndirnar ó Bjarnastaða-
hlíðarfjölum séu af sömu gerð og myndir ó fjölum í Flatatungu. Enn
eru til menn, sem sáu fjalirnar í búrinu í Flatatungu, áður en það brann,
og muna þeir ekki eftir láréttum fjölum þar. Ekki virðist mér þetta þó
getað haggað þeirri niðurstöðu höf., að ó báðum stöðunum hafi verið fjalir
með myndum úr hinum býzanzka dómsdegi og að þá sé trúlegast, að
þær hafi allar verið í einni dómsdagsmynd. Myndimar á fjölunum fjór-
um frá Flatatungu gætu verið úr býzanzkri dómsdagsmynd, en þær eru
í hreinum Hringarikisstíl og engin suðræn áhrif sjóanleg á þeim, en þess
mætti vissulega vænta, ef þær ættu að lýsa svo framandi efni sem hin-
um ægilega býzanzka dómsdegi.
En hvar var þessi mynd staðsett í húsi? 1 ítölskum kirkjum er henni
komið fyrir innan á vesturgafli, og eru kirkjudyrnar þá á milli lýsinga
paradísar og helvítis. Höf. hyggur nú, að myndin hafi verið staðsett á
líkan hátt í skálanum í Flatatungu eða innan á þverþili, og dyrnar ó
því miðju á milli mynda paradísar og helvítis. Þetta þarf nánari athug-
unar við. Ef myndaskipan hefur verið á þennan hátt, hefur myndin verið
öllu meiri en 8 m á breidd, og er þetta meiri breidd en kunn er á
nokkrum islenzkum skóla, sem sögur fara af eða upp hafa verið grafnir.
Hoftóftin á Hofstöðum ein er svo breið um miðju, að þar hefði ef til vill
mátt koma þessari miklu mynd fyrir. Höf. gerir raunar ráð fyrir, að
myndin hafi ekki verið mikið yfir 7.5 m ó breidd, en það virðist mér of
lítið. Sigurður Guðmundsson hefur það eftir Bólu-Hjálmari, að „öll þil
skálans hefðu verið einlægar orustumyndir", og í Laxdælu segir um eld-
hús Ölafs pá: „Voru þar markaðar ágætlegar sögur á þilviðinum og svo
á ræfrinu." Það er því ekki nauðsynlegt að ætla, að myndir séu aðeins á
þverþili skála. Hafi dómsdagsmyndin verið á langvegg skálans og rjáfri
og t. d. öndvegið í skálanum fyrir henni miðri, væri nóg rúm fyrir jafn-
stóra mynd i flestum fornum skálum. Mætti þá vera t. d., að skálinn hafi
verið reistur um miðja 11. öld og þverþilið þá verið skreytt í Hringarikis-
stíl, og úr þvi þili séu fjalirnar fjórar frá Flatatungu. Einhvern tíma um
eða fyrir 1100 hafi svo dómsdagsmyndinni verið bætt við innan á lang-
veggi og rjáfur. Sú skoðun hefur komið fram, að myndin sé úr dómkirkj-
unni á Hólum í Hjaltadal. Á því eru þó nokkrir vankantar. Á Hólum
var ekki, að ætla má, byggð svo stór kirkja, að þar kæmist fyrir svo stór
mynd sem þessi fyrr en i upphafi 12. aldar, og er það í seinna lagi. Auk
þess mun hin býzanzka dómsdagsmynd hafa borið nokkurn keim af trú-
villingum að skilningi hinnar katólsku kirkju þeirra tíma.
í skemmtilegum köflum ræðir höf. um skurðlist, stíl og fyrirmyndir