Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 122
120
Sigurjón Einarsson
Skírnir
Lífsskoðun í kveðskap siðaskiptaaldar.
1 fyrsta bindi af Mönnum og menntum nefnir Páll Eggert
Ölason tímabilið frá 1530—1627 siðaskiptaöld og hefir þá í
huga bæði bókmennta- og landssögu.
Á þessu tímabili kemur fram fjöldinn allur af skáldum, og
t. d. nafngreinir Páll Eggert meira en sjötíu skáld, sem fædd
eru á tímabilinu frá 1530—1600.
Margt var það á þessari öld, sem ýtti undir skáldin að yrkja.
Prentsmiðjur voru að komast á fót í landinu, og bókaút-
gáfa stuðlar að auknum bókmenntaáhuga fólksins.
Þegar hinn nýi siður, lúterskan, tekur að festast í sessi, er
mikill skortur á sálmum á móðurmálinu, og þar sem kirkjan
hafði alla bókaútgáfu í sínum höndum, átti hún tiltölulega
létt með að beina skáldskapnum inn á þá braut. Og ekki verð-
ur annað sagt en þar hafi hún teflt fram öllu sínu liði.
Sálmarnir eru lika sú kveðskapargrein, sem mestan svip set-
ur á kveðskap tímabilsins.
Fyrst fengust menn einkum við þýðingar erlendra sálma,
en eftir að Guðbrandur Þorláksson varð biskup, tók hann að
hvetja skáldin til þess að yrkja þá sjálf og varð svo mikið
ágengt, að þegar kemur fram á 17. öld má segja, að hvert
skáld á íslandi hafi, að meira eða minna leyti, ort sálma.
Að efni til eru sálmarnir nokkuð einhæfir, og er það líka
eðlilegt, því að þeir eru ortir í þjónustu ákveðinnar trúar-
skoðunar, og flest skáldin voru um leið prestar lútersku kirkj-
unnar.
Og að baki allra presta og allra skálda hafði Guðbrandur
biskup hvern taum í sinni hendi.
Með bókaútgáfu sinni mótaði hann lífsviðhorf Islendinga
og miðlaði stöðugt erlendis frá í trúarlegum efnum. Hann átti
allra einstaklinga mestan þátt í að festa lútersku rétttrúnaðar-
stefnuna í sessi hér á landi.
Og í anda þeim, er sveif yfir biskupsstólnum á Hólum,
ortu svo skáldin. Stundum varð þetta svo nátengt hvort öðru,
að guðfræðirit þau, sem biskup gaf út, tóku skáldin og bundu