Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 208
206
Ritfregnir
Skímir
myndskerans. Er niðurstaðan sú, að svo margt sé likt með myndunum
frá Bjarnastaðahlíð og mynd í S. Angelo in Formis á ftalíu, að þar
hljóti að vera samband á milli eða sameiginleg fyrirmynd, en kirkja sú
var byggð af Desideriusi ábóta í Monte Cassino á síðari hluta 11. aldar.
Að lokum setur höf. fram þá getgátu, að hinir ermsku biskupar, sem Ari
fróði nefnir, Petrus, Abraham og Stephanus, hafi verið Basilíusmunkar,
sem höfðu samband við Monte Cassino, og hafi þeir komið til fslands með
fyrirmynd að dómsdagsristunni. Hafi þeir verið kallaðir ermskir af gríska
orðinu eremites — einsetumaður. Aðrar kenningar um þessa menn eru,
að þeir hafi verið frá Armeniu eða Ermlandi. Mun seint fást skorið úr
þessu með fullri vissu.
Því er ekki að leyna, að ég hefði kosið, að höf. hefði kannað býzanzkar
dómsdagsmyndir i Austur-Evrópu, því að um þær slóðir lágu leiðir frá
Miklagarði til íslands, en af skiljanlegum ástæðum er erfitt að framkvæma
rannsóknir þar um þessar mundir. Það verkefni verður að bíða seinni tíma.
Þá er það aðfinnsluvert, að of mikillar ónákvæmni gætir i tilvitnunum
í önnur rit.
Bókin er skipulega samin og framsetning svo skýr, að unun er að lesa
hana. Frágangur er og að flestu leyti til hinnar mestu fyrirmyndar, og
er þetta ein fegursta bók, sem gerð hefir verið á íslenzku máli. Ræður þar
mestu smekkur höf., og auk þess er bókin prentuð í ágætu prentverki sviss-
nesku. Því miður hafa, að nokkru leyti af þeirri ástæðu, slæðzt of marg-
ar prentvillur í lesmáilð. Ekki má ljúka þessu máli svo, að ekki sé minnzt
á ljósmyndirnar, sem eru margar og flestar forkunnargóðar. Ef eitthvað
ætti að að finna, er það helzt, að ljósið fellur úr ýmsum áttum á mynd-
unum, og er það óheppilegt, þar sem þeim er öllum raðað saman.
Höfundurinn, Selma Jónsdóttir, var sæmd doktorsnafnbót fyrir þetta
rit, og er skemmtilegt til þess að vita, að fyrsta kona, sem ver doktors-
ritgerð við Háskóla Islands, fær þessa nafnbót fyrir jafnmerka bók.
Gísli Gestsson.
Einar Ól. Sveinsson: Handritamálið. —- Reykjavík 1959, 107 bls. Hið
íslenzka bókmenntafélag.
Hver einasti fslendingur þekkir handritamálið, kröfu fslendinga á
hendur Dönum, að þeir skili aftur íslenzkum handritum, sem enn eru i
dönskum söfnum. Raunverulega varð skilnaður milli landanna 1918, er
Danir viðurkenndu fullveldi íslands. Alger skilnaður varð svo 1944, eins
og um hafði verið samið 1918, því að fáir voru í vafa um, að íslendingar
notuðu sinn rétt til uppsagnar samhandslaganna frá 1918 og til stofnunar
lýðveldis. Þegar skilnaður verður milli ríkja, er eðlilegt og sjálfsagt, að
því verði skilað aftur, sem annar aðilinn hefir lagt i hið sameiginlega bú.
fslenzk handrit, samin á íslandi af íslendingum og á íslenzku og handa
íslenzkum lesendum, voru m. a. framlag íslands í hið sameiginlega bú,
og það má undarlegt virðast, að í nærfellt 40 ár hefir ekki enn tekizt