Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 85
Skirnir
Séra Ólafur á Söndum
83
Hann dregur ekki dul á, að hann harmi fyrri konu sína.
Hann telur upp þá kvenlegu kosti, sem hafi prýtt hana, og
segist óska þess, að nafna hennar, sem kvæðið er ort til, marg-
faldi þessar dygðir. Um ætt hennar segir hann:
Frómra manna fljóðið var,
sem fylgir heiður og æra;
af sinu lífi hún son mér bar,
og sá er nú faðir þinn kæra.
Fögrum dæmum fylg hennar
og fast skalt á þeim halda.
Svo missti hann þessa konu, en
Guð ei að heldur gleymt mér hefur
og gæfu ei lét mig þrjóta.
Þá öðru hann sviptir, annað hann gefur,
og allt féll mér til bóta.
Þetta hans lán mig þar til krefur
þakkir honum að gjalda.
Greitt mér aðra gaf hann þá,
sem geðinu mínu likar,
barneigninni hann bætti á
með blessan harla ríka.
Hún hefur fylgt mér frekt sem má
til friðar, en ei styrjaldar.
Samkvæmt kvæðinu er hann ekkill skamma stund. Og hann
segir, að þó að guð hafi virt sig svo mikils að veita sér allt
þetta á hinn bezta hátt, hafi hann þó ekki getað á sér setið
að hirta sig með sjúkleika. Með því á séra Ölafur sennilega
við heilsuleysi sitt, sem nokkuð mun hafa þjáð hann, einkum
á efri árum, eins og víða kemur fram í kvæðum hans.
Og það, sem nú tekur við í kvæðinu, eru heilræði til stúlk-
unnar. Það er margt, sem honum liggur á hjarta, margt, sem
hann þarf að segja við þessa sonardóttur sína. Hann vill, að
kvenlegar dygðir prýði hana og að hún sé öðrum fremri í
þeim. En þeir kostir, sem hann vill hún beri, hljóta að vera þeir
kostir, sem hann metur mest. Þess vegna er kvæðið heimild
um hann sjálfan, hluti af honum sjálfum. Hvað er honum
efst í huga? Það er bezt að gefa honum orðið: