Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 183
Skírnir
Aldarminning Zamenhofs
181
læknisins fór tíminn venjulega í skriftir, en Zamenhof þýddi
mikið á esperanto, auk þess sem hann frumsamdi bæði í
bundnu máli og óbundnu.
Árið 1905 tóku þau hjónin sér í fyrsta skipti sumarleyfi
og eyddu nokkrum vikum í ferðalag til fyrsta alþjóðaþings
esperantista er haldið var í Boulogne sur Mer í Frakklandi.
Allar umræður fóru að sjálfsögðu fram á esperanto, og bar
ekki á því að menn ættu erfitt með að skilja hverir aðra, þótt
þeir væru hver úr sínu landi og hefðu ekki heyrt esperanto
talað áður. Þessi hefur líka orðið raunin á, hvenær sem esp-
erantomælandi menn hafa hitzt. — Síðan 1905 hafa árlega
verið haldin allsherjarþing esperantista nema stríðsárin, og
var hið 44. í Varsjá í Póllandi sumarið 1959. Zamenhof var
þátttakandi í öllum þingunum til 1913. Árið 1914 átti að
halda 10. þingið í París; Zamenhof var lagður af stað þangað
og kominn til Kölnar í Þýzkalandi, þegar heimsstyrjöldin
fyrri skall á. Hann sneri hið skjótasta við og komst heim um
Svíþjóð og Finnland, því að landamæri Þýzkalands og Rúss-
lands lokuðust þegar í stað.
Þessi hildarleikur fékk mjög á friðarsinnann Zamenhof.
Hann hafði lengi verið veill fyrir hjarta, og árið 1917 and-
aðist hann, hinn 14. apríl. Síðustu árin komst hann lítið út
vegna vanheilsu, en hann var samt sívinnandi, þýddi m. a.
fjögur bindi af ævintýrum Andersens og lauk við að þýða
gamla testamentið allt úr frummálinu, hebresku. Síðustu ævi-
árin, meðan styrjöldin geisaði, fékkst hann við að setja sam-
an heimspekikerfi, grundvallað á hugsjóninni um bræðralag
og jafnrétti allra manna.
Zamenhof er svo lýst að hann hafi verið maður lítill vexti
með vangaskegg, er var tekið að grána á efri árum hans, hátt
enni, sköllóttur og gekk jafnan með gleraugu sökum nærsýni.
Hann var vinnusamur mjög og ákaflega reglusamur í daglegu
lífi sínu — hafði það frá föður sínum, hógvær og friðsamur.
Þótt honum væri fullljóst hversu mikilvægt skref í þróun
mannkynsins alþjóðamál eins og esperanto hlaut að verða,
var hann feiminn við að koma opinberlega fram og frábitinn
öllum opinberum hirðsiðum. Þegar í upphafi setti hann þær