Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 41
Skírnir
Lækningagyðjan Eir
39
heiðnum manni, þó að kristinn maður eygi ekki nema ásynju,
hvort heldur heitið er Eir eða Freyja í kenningunni.
Líku máli gegnir um álit Snorra á steinasörvi og að kenna
konu til steins. Ég tel það allt of yfirborðslegt að telja steina
blátt áfram kvenbúnað eða skraut. Það er líkt og maður legði
ekki meiri og dýpri skilning í talnaband nunnu en að það
væri til skrauts. Steinninn í fórum konunnar á sér miklu
dýpri rætur en að vera skrautverk eitt. Það kemur meðal ann-
ars fram í Kristinna laga þætti, en þar segir: „Menn skulu
eigi fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn
eða á fé manna. Ef menn trúa á steina til heilindis sér, eða
fé, og varðar fjorbaugsgarð“ (Grágás, 23. bls.). 1 kristnum
sið var því ekki lögð sama merking í stein og í heiðni, á lík-
an hátt og galdrar voru þá góð latína, en last í kristins manns
munni. öl, vín og drykkur voru í heiðni ekki heldur einungis
nautna- og svaladrykkir, sem konan gerði og framreiddi.
Undir þessum heitum faldist oft öflugt lyf eða eitur, enda
hefur það haldizt lengi í þjóðtrú að nefna ekki máttug lyf
eða eitur sínu rétta nafni, heldur heitum. Gott dæmi um þann-
ig lagaðan bjór er að finna í Guðrúnarkviðu hinni fornu, þar
sem er fullið, óminnisveigin, sem Grímhildur færir Guðrúnu,
og með því að hann einnig gefur upplýsingar um ýmsar þær
kenningar, er ég síðar kem að, þá vil ég tilfæra hér vísurnar:
21. v. Foerði mér Grímhildr
full at drekka
svalt ok sárligt,
né ek sakar munðak
þat var um aukit
jarðar magni
svalkgldum sæ
ok sonar dreyra.
22. v. Váru í homi
hvers kyns stafir
ristnir ok roðnir,
ráða ek né máttak;
lyngfiskr langr,
lands Haddingja
ax óskorit,
innleið dyra.
23. v. Váru þeim bjóri
bgl mQrg saman,
urt alls viðar
ok akam bmnnin,
umdggg arins,
iðrar blótnar,
svíns lifr soðin;
því at hon sakar deyfði.