Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 54
52
Alexander Jóhannesson
Skimir
og strengjahljómar samstilltra sálna með líku viðhorfi og lífs-
skoðun, og þetta skýrir það, að íslenzkar bókmenntir hafa
tæplega orðið fyrir jafnmiklum áhrifum frá nokkru eins og
frá þýzkum bókmenntum. fslendingar og Þjóðverjar eru eins
og tvær greinar af sama stofni, og menn sækjast aðeins eftir
að þýða ljóð úr erlendum málum, er snerta skylda strengi
og enduróma sameiginlegan hugsunarhátt og tilfinningalíf
beggja þjóða.
fslenzkir prestar voru bæði á 17. og 18. öld aðalforystu-
menn hins andlega lífs á íslandi. Meðal þeirra var Jón Þor-
láksson áð Bœgisá, skömmu eftir 1800, sem þýddi úr þýzku
Messíasarkviðu eftir Klopstock, auk Paradísarmissis eftir Mil-
ton, og hafði Jón Þorláksson svipuð áhrif á þróun íslenzkra
bókmennta eins og Klopstock í Þýzkalandi. Jón Þorláksson
var nærri 70 ára gamall, er hann þýddi Messíasarkviðu, er
löngu síðar (1838) var gefin út af Bókmenntafélaginu. Mess-
íasarkviða var ort undir sexkvæðum hætti (hexameter), en
Jón Þorláksson notaði fornyrðislag, og urðu því ljóðlínumar
í íslenzku þýðingunni rúmlega 80.000, en voru í frumtext-
anum 19.455. Má sjá af þessu, hvílíkt afrek Jón Þorláksson
vann, en mest er um vert, að þýðingin er víða mjög fögur,
og gerði hann sér far um að vanda málið eftir föngum, en
mjög gætti málspillingar og danskra áhrifa á íslenzka tungu
um þetta leyti.
Um líkt leyti og Jón Þorláksson var uppi dr. jur. Magnús
Stephensen (f 1833), landsyfirdómari, hámenntaður maður
og vel að sér í þýzkum, enskum og frönskum bókmenntum.
Hann stofnaði m. a. Landsuppfræðingafélagið 1794 og var
helzti fulltrúi upplýsingarstefnunnar á Islandi i anda Vol-
taires. Hann stofnaði og tímarit og gerði sér far um að kynna
þjóðinni evrópska menning. Margar ritgerðir hans fjölluðu
um svipuð efni og þá voru efst á baugi í Evrópu. Ein ritgerð
hans er um lækni og dauðann og minnir á kvæði Lessings
um læknisefnið og dauðann, er Hannes Hafstein löngu síðar
sneri á íslenzku. önnur grein er um tómleika og rangindi titla
og þriðja greinin er þýðing á riti Rabeners Uber Complimenta.
Rabener var eins og kunnugt er ádeiluskáld og gaf út „Samm-