Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 220
218
Ritfregnir
Skírnir
frekari rannsóknir muni leiða margt nýtt i ljós og þær séu vænlegri til
árangurs en stærðfræðilegar formúlur og tíðnirannsóknir einstakra hljóð-
einda eða orða, sem nú tíðkist meðal ýmissa málfræðinga.
1 þessu nýjasta riti Alexanders Jóhannessonar er saman kominn geysi-
mikill fróðleikur um erfitt og mjög víðtækt viðfangsefni, fróðleikur, sem
á erindi bæði til lærðra og leikra. Þó að í því sé fjallað um alþjóðlegt
efni, er hinir færustu sérfræðingar einir geta rökrætt af gagni, hafa Alex-
ander og bókmenntafélagið réttilega talið það varða alla fróðleiksfúsa
Islendinga.
Um leið og ég þakka höfundi hið glögga yfirlitsverk, árna ég kenning-
um hans um uppruna mannlegs máls góðrar ferðar fram í tímann.
Finnbogi GuSmundsson.
Ólafur Jóhanncsson: Stjórnskipun íslands. Reykjavik 1960.
Þetta er hið þarfasta rit, enda er nú hér og í Stjómarfarsrétti höfundar
saman dregið hið helzta, er í lög er upp tekið um íslenzka stjómfræði.
Ritið er, sem sjá má, fyrst og fremst ætlað lagastúdentum, en þó mun það
og reynast hin þarflegasta handbók öllum þeim, er með fara hina ýmsu
þætti ríkisvaldsins.
Það er að vonum, að ýmsu hefði mátt gera itarlegri skil en gert er í
þessu verki, ef því væri ætlað að leysa til þrautar hvert viðfangsefni. Til
slíks varð þó varla ætlazt, enda hefði það lengt til muna ritið. Þá er og
á hitt að líta, að bókin bætir úr brýnni þörf, og var þess varla að vænta,
að höíundur gæti fórnað því þeim tíma, sem gerkönnun sumra vanda-
samra efna hefði hlotið að kosta hann. Er og hægra úr að bæta við síðari
útgáfur ritsins.
Mér fór sem ella, að ég reit hjá mér nokkur atriði, er ég taldi um-
ræðu verð og athugunar i ritdómi. Þó tók ég þann kostinn að fella niður
alla hótfyndni, enda læt ég nægja að segja sem er, að ritið er hið merki-
legasta og um allt handbragð vandað. Þó get ég eigi stillt mig um að
gera þær athugasemdir, sem hér fara á eftir.
Það er eftirtektarvert að lesa það, er höfundur dregur saman skilgrein-
ing á ríki og rikisvaldi: „Á bak við réttarreglumar er rikisvaldið. Það er
einmitt einkenni réttarreglna, að almennt er heimilt eða jafnvel skylt að
halda þeim uppi með valdi“ (bls. 2). Get ég eigi þessara orða sökum þess,
að eigi telji ég þau rétt og sjálfsögð, heldur vegna þess, að þau mega
vera áminning til þeirra manna, sem vilja, að veikt sé hið íslenzka rikis-
vald, helzt svo veikt, að það megi ekkert áhlaup standast.
Á bls. 5 segir m. a. svo: „Islenzkir valdamenn fara hér með æðstu
stjóm, og þeir hafa vald sitt frá þjóðinni sjálfri. Það breytir engu í þessu
efni, þótt erlent herlið dveljist um sinn í landinu samkvæmt samningi
við íslenzk stjórnarvöld, sem hafa óskorað ákvörðunarvald um uppsögn
slíks samnings.“ Þetta er holl hugvekja handa þeim mönnum, sem dag-
lega klifa á uppsögn vamarsáttmálans við Bandaríkin. Satt að segja er