Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 149
Skírnir
Hugleiðingar um islenzk mannanöfn
147
að menntamálaráðuneytið sæi síðan sjálft um útgáfu á
skýrslum hagstofunnar um mannanöfnin eða fæli einhverri
tiltekinni stofnun að gera það. Á grundvelli slíkra skýrslna
mætti síðan semja skrá rnn ónefni, er hanna skyldi. Jafn-
framt telur deildin nauðsyn bera til, að samin verði bók
um mannanöfn, aldur þeirra og uppruna. Gæti slík bók
orðið almenningi til mikils stuðnings við nafnaval.
Framhald þessarar sögu er það, að Menntamálaráðuneyti
fól dr. Þorsteini Þorsteinssyni, fyrrverandi hagstofustjóra, að
semja skýrslu um skírnarnöfn á Islandi 1921—50. Það var
vitanlega ekkert áhlaupaverk og tók mikinn tíma. Því verki
var lokið í fyrra, og mun skýrslan koma út á þessu ári. Nú
fyrst er því að skapast grundvöllur til að semja ónefnaskrá
þá, sem lögin gera ráð fyrir. Hitt er svo annað mál, að afstaða
laganna er alltof neikvæð, eins og raunar kemur fram í álykt-
un deildarinnar. Það er ekki nægilegt að benda á, hver nöfn
séu óleyfileg, ef fólki er ekki jafnframt leiðbeint um, hver
nöfn eru lögleg og fögur.
Eftir að skrá Þorsteins Þorsteinssonar hefir komið út, tel ég,
að Menntamálaráðuneyti eigi tveggja kosta völ. Fyrri kost-
urinn er sá, að fá lögin frá 1925 afnumin og koma á full-
komnu frelsi um nafngiftir. Ólíklegt er þó, að sú stefna fengi
byr á Alþingi. Ræð ég það af afstöðu þingsins til nafnskipta
erlendra ríkisborgara, sem sótt hafa um íslenzkan borgararétt.
En um það mál skal ég ekki ræða að sinni. Hinn kosturinn
er sá að framkvæma lögin frá 1925. Slíkt er þó ekki hægt,
eins og ég tók fram fyrr i þessari grein, nema samin sé reglu-
gerð í samræmi við þau.
Ég skal nú í stuttu máli lýsa, hverri stefnu ég tel, að fylgja
beri í þessum efnum. Ég tel, að Menntamálaráðuneyti beri,
eftir að það hefir samið reglugerð í samræmi við nafnalögin,
að gefa út nákvæmar leiðbeiningar til þeirra, sem framkvæmd
laganna mæðir mest á, en það eru einkum prestarnir. I þess-
um leiðbeiningum ættu að felast eftirfarandi atriði:
1. Skrá um ónefni. f þessari skrá ætti að mega finna öll
þau nöfn, sem bannað er að skíra. Þeir nafnaflokkar, sem
einkum koma til greina, eru þessir: a) BastarSanöfn mörg