Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 231
Skírnir
Ritfregnir
229
í flokknum í broslegu ljósi, helbert bull, sumt hreinlega þreytandi af-
lestrar. Þar hefur Þórbergur gefið sér of lausan tauminn.
Sigfús Daðason hefur séð um útgáfuna og ritað stuttan eftirmála. Hann
hefur leyst starf sitt vel af hendi. Frágangur allur er vandaður. Ég minn-
ist þess t. d. varla að hafa rekizt á prentvillur fyrr en aftarlega í siðara
bindi.
Sverrir Kristjánsson ritar veigamikinn inngang um höfundinn. Þar
gerir hann grein fyrir þeim stefnum, sem mestu hafa ráðið í andlegu lifi
Islendinga frá aldamótum og mótað hafa lífsskoðun Þórbergs. Þetta er
einkar greinargott yfirlit og hinn ágætasti bókarbætir. Þó hefur Sverri
orðið það á að kalla Þórberg spámann. Vera má, að einhverjir fleiri af
aðdáendum Þórbergs kunni að vera sömu skoðunar, og er þeim það vit-
anlega frjálst. En það er hins vegar trú min, að spámaður hafi ekki enn
vaxið úr grasi á Islandi.
Gunnar Sveinsson.
Halldór Stefánsson: Fjögra manna póker. Heimskringla. Reykjavík
1960.
f þessari skáldsögu sinni likir Halldór Stefánsson mannlifinu við fjár-
hættuspil, þar sem mestu varði, hvernig á spilunum sé haldið. Þrir piltar
og ein stúlka spila hér lífspóker sinn í fáein ár. Þegar sagan hefst, hafa
þau lokið stúdentsprófi. Þau eru full af bjartsýni og umbótaáhuga og
ætla sér að hjálpast að þvi að byggja upp nýjan heim. En eftir þvi sem
hnoða þeirra er lengur rakið, kemur æ betur í ljós, hve æskuhugsjónirnar
reynast þeim erfiðar í framkvæmd. Enginn piltanna nær settu marki, og
ber margt til þess. Aðalbjörn, sem hefur alizt upp í sjálfræði og við alls-
nægtir, hverfur frá námi vegna skorts á viljaþreki. Hann gerist þá heild-
sali, en gengur illa sökum áhugaleysis og lætur leiðast út í svall. Þegar
hjónaband hans og spilafélagans Ástu fer út um þúfur, tekur hann saman
við léttúðardrós eina, og í bókarlok er ekki örvænt um, að hún fái kom-
ið honum á réttan kjöl.
Félagi hans, Davíð, hefur einnig þurft fyrir lífinu að hafa. Ríkur frændi
hans í Vesturheimi ætlar að kosta hann til náms þar vestra. En námið
verður honum vonbrigðin tóm. Hann hefur viðkvæma listamannslund
og lætur bugast, verður efagjarn og þunglyndur tómhyggjumaður. Þegar
hann kemur loks heim, eru skýjaborgir hans hrundar, og endirinn verður
sá, að hann fremur sjálfsmorð.
Þriðji spilamaðurinn, Einar, er alger andstaða félaga sinna beggja.
Hann er fátækur piltur, sem engan á að bakhjarli. Að loknu prófi fer hann
að vinna í banka, en hættir þar, er framavonir hans bregðast, og gerist
togarasjómaður.
Stúlkan í spilinu, Ásta, tókst upphaflega á hendur að vera móðir pilt-
anna þriggja og ráðgjafi, meðan þeir væru að reisa heiminn úr rústum.