Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 110
108
Sigurjón Einarsson
Skírnir
ar samansettir fyrir börn nokkurra góðra manna að kveða
stundum“. Eru þetta kvæði ýmislegs efnis.
g. 57. Spánverjavísur séra Ólafs, en um þær segir: „Nú eftir-
fylgir ein lítil drápa um þá spönsku ránsmenn eður Bu-
schaios, er hér voru fyrir nokkrum árum, útdregin af
supplikatsíu, er send var til Alþingis um þeirra tiltektir
um rannsökun og löglegt álit þeirra máls og hvern enda-
dag þeir fengu“.
VII. kafli. Um hann segir: „Hér skrifast nokkur kvæði, sem
ekki eru innsett í kvæðabók séra Ólafs sáluga og með réttu
ættu að standa framar í þessari bók.“
Þessi kvæði eru níu talsins. Þau eru lík að efni og önnur
kvæði bókarinnar, og verður ekki önnur ályktun af þeim dreg-
in en sú, að séra Hjalti skrifar þau í afrit sitt, af því að hann
veit, að þau eru eftir sára Ólafs, en hefir þau sér, svo að vitað
sé, að þau voru ekki í kvæðabók séra Ólafs eins og hann gekk
frá henni.
Að lokum er svo kvæðið Til lesarans, en á því enda flest
afrit kvæðabókarinnar.
Eins og fyrr segir, er kvæði þetta eins konar eftirmáli til
lesenda, og hefir siður þessi tíðkazt allt til okkar dags, að sum
skáld ávarpa þannig lesendur sína og segja þeim, hvað þau
ætlast til með ljóðum sínum.
Kvæði séra Ólafs eru fremur fábreytileg að efni, sum eru
löng og einhæf og dálítið þreytandi aflestrar, og hjá honum
mun einna fyrstum vera að finna fyrirsagnir eins og annað
kvæði sama efnis, þriðja kvæði sama efnis, fjórða kvæði sama
efnis, o. s. frv.
Áður hefir verið minnzt á, að séra Ólafur hafi haft ákveðna
skoðun á formi ljóðsins. Hann yrkir líka undir nýjum, söng-
hæfum háttum, sem eru miklu nýstárlegri en efnið, og lög
mun hann hafa sett við kvæðin í bók sinni, því að í mörg-
um beztu afritum kvæðabókarinnar er að finna lög við kvæð-
in. Bendir þetta til þess, að hann hafi verið söngmaður, og er
ekki ólíklegt, að hann hafi sjálfur samið sum af þessum lögum.
Hin veraldlegu kvæði hans eru nýstárlegri en þau andlegu,
og má t. d. benda á kvæðið Drykkjuspil, sem er eitt af feg-