Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 137
Skírnir
Hugleiðingar um íslenzk mannanöfn
135
Njáll var notað frá upphafi að minnsta kosti fram á 15. öld,
fellur þá úr tízku. Enginn bar það nafn 1703, en nafnið var
endurlífgað á 19. öld. 33 börn voru skírð þessu nafni 1921
—50.
Um kvennanöfnin er svipaða sögu að segja. Heimildir geta
þó færri kvennanafna. Kann það að stafa af því, að færri
írskar konur en karlar hafi flutzt hingað á landnámsöld, en
einnig má vera, að karlarnir hafi meira komið við sögu og
nöfn þeirra því varðveitzt fremur. Athyglisvert er, að ekkert
írskt kvenmannsnafn hefir náð rótfestu í íslenzkum nafna-
forða. Eitt hefir þó verið endurvakið á síðustu árum. írsku
kvennanöfnin greini ég í þrjá flokka:
a) Nokkur kvennanöfn í skrá H.P. virðast aldrei hafa ver-
ið borin af íslenzkum konum. Þau eru þessi:
Auðna kemur fyrir sem nafn á dóttur Kjarvals írakonungs
(Flat. I, 226), en sama kona er nefnd Eðna í Fms. I, 199.
Eðna. Um þetta nafn segir H.P.: „Svo hét dóttir Ketils,
landnámsmanns á Akrancsi" (bls. 184). Þetta er að vísu rétt,
en dálítið villandi. 1 Landnámu segir, að Eðna þessi hafi ver-
ið gift á írlandi og sonur hennar, Ásólfr alskik, hafi farið til
fslands. Ekki greina heimildir, að Eðna hafi stigið fæti nokkru
sinni á íslenzka grund. Frá nafnfræðilegu sjónarmiði væri því
réttara að segja, að Eðna hafi verið móðir landnámsmanns,
eins og Lind gerir (Dopnamn 13). Eitt barn var skírt Edna
1931—40, en rithátturinn sýnir, að það er ekki endurlífgun
þessa forna nafns.
Kaðlín. Rétt er það, að Kaðlín Göngu-Hrólfsdóttir var
„amma Einars skálaglamms skálds“, eins og H.P. segir (bls.
204). En íslendingur var hún ekki, og ekki er kunnugt um
nokkra nöfnu hennar á fslandi.
Kormlöð hét móðir landnámsmanns, en ekki eru heimildir
um nafnið á íslandi.
b) Nokkur irsk kvennanöfn tíðkuðust hér á landnámsöld
og/eða koma fyrir í örnefnum:
Bjollok hét dóttir landnámsmanns.
Grélöð hét kona landnámsmanns (Landn. 1900, 45).
Kjannök kemur fyrir sem viðumefni eða síðara nafn konu