Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 119
Skímir
Séra Ölafur á Söndum
117
fyrst fullsögð. Þá verða atburðirnir svo ljósir sem unnt er,
eftir föngum þeim, sem nú eru til.
Kvæði séra Ólafs hefir fengið miklu betri byr en þáttur
Jóns lærða.
Jón Espólín fer eftir því í Árbókum sínum, en trúir aftur
á móti fáu af því, sem Jón segir:
„Tökum vér þar meira af og trúum betur, en því er Jón
hefir skráð um það efni“, segir hann, þar sem hann minnist
á vígin.1)
Kvæðið ber það með sér, að menn þar vestra hafa verið
orðnir nokkuð vígglaðir og ískyggilega blindaðir af drápunum.
Hefir það sennilega lyft undir ýmsar hégiljur. Þetta mun líka
vera eina kvæðið í ljóðabók séra Ólafs, þar sem hann minnist
á galdra, og er það varla hending ein:
Á þvi tóku menn til máls
þeir myndu i göldrum ærir,
því lifseigir voru lundar stáls,
þótt lagðir í gegnum væri
og skaðlega menn þá skæri.
1 Æðey fundu þeir einn þann mann,
sem ekkert byssan dugði á hann,
þó bana úr bæri.2)
Það má segja, að einskis sé látið ógetið, til þess að fólk
megi vita, hvers konar lýður það var, sem Vestfirðingar áttu
þarna í höggi við. Ari lögmaður og hans flokkur hefir vel mátt
una við andann í þessu kvæði.
I íslenzku sálmabókinni í dag er eitt vers, sem er eignað séra
Ólafi, Vors herra Jesú verndin blíð.
Vers þetta er síðasta versið úr lengri sálmi, sem ber fyrir-
sögnina: Þakkargjörð eftir þá andlegu guðsorðs fæðu. Sálm-
inn er að finna í ýmsum handritum.3) Hann er sjö vers og
byrjar þannig:
Heiðri drottinn vor hjömuð sál
hans fyrir raust og öflugt mál.
t) Árbækur Espólíns V, 132.
2) ÍB. 70,4to, bls. 101.
3) JS. 342,4to, bls. 139, Lbs. 399,4to, Lbs. 237,8vo, bls. 167,