Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 50
48
Alexander Jóhannesson
Skírnir
veturinn dvöldust þeir á Stóru-Giljá, búgarði, er faðir Þor-
valds átti. Því næst reistu þeir bæ að Lækjamóti í Víðidal og
voru þar í 4 ár. Þessi ár notuðu þeir til að undirbúa kristnun
Islands og varð allvel ágengt. Margir höfðingjar létu skírast.
Þeir reistu kirkju í Skagafirði og settu prest í embætti. Þeir
reyndu, þótt árangurslaust yrði, 984 að boða kristna trú á Al-
þingi við öxará. Höfðingjar þeir, er heiðnir voru, litu á þá
sem fjandmenn ríkisins, níddu þá og létu dæma þá. Sagt er,
að þessir höfðingjar hafi ásamt hóp manna ætlað að gera að
þeim aðför að Lækjamóti. En er þeir voru skammt frá bæn-
um, kom fuglahópur fljúgandi, hestamir fældust, ýmsir þeirra
féllu af hestbaki, aðrir særðust, og upplausn kom í liðið.
Menn litu á þetta sem undur og stórmerki. Eftir 5 ára dvöl
urðu þeir að hverfa af landi brott. Sagt er um Friðrek biskup,
að hann hafi verið vitur maður, þolinmóður og góðgjarn.
Þrátt fyrir vonbrigði við þessa fyrstu tilraun má segja, að
þeir Þorvaldur víðförli og Friðrekur biskup hafi verið braut-
ryðjendur kristindóms á Islandi, því að nú varð brátt brenn-
andi áhugamál: Á ég að snúast til kristni?
Árið 997, eða þrem árum áður en kristni var lögtekin á
Islandi, kom hingað að undirlagi Ölafs konungs Tryggvasonar
hirðprestur hans, þýzki prestui’inn Þangbrandur. Það er sagt,
að hann hafi verið greifason frá Bremen. Honum er lýst þann-
ig, að hann hafi verið hár vexti og sterkur, ákafur í lund,
ágætur ræðumaður og góður prestur. Það er sagt, að hann
hafi ráðizt á heiðingja í Noregi og lifað á herfangi því, er
honum hlotnaðist, en hann var maður eyðslusamur. Hann
bjó fyrsta árið, er hann var á Islandi, að Þvottá í Álftafirði
hjá höfðingjanum Síðu-Halli, er bar af flestum höfðingjum
á Islandi vegna vitsmuna og göfuglyndis. Hann lét skíi'ast
næsta vetur, og nú byrjaði Þangbrandur að boða kristna trú
hvarvetna á Islandi. Hann skírði m. a. Hjalta Skeggjason og
Gissur hvíta, að því er heimildir herma. Þangbrandi varð
mjög ágengt og studdist við sverð sitt, ef á þurfti að halda.
Sagt er, að hann hafi vegið ýmsa andstæðinga sína, er sóttu
að honum. 998 reið hann til Alþingis og boðaði þar kristna
trú. Síðan heimsótti hann ýmis héruð landsins. Hann dvald-