Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 108
106
Sigurjón Einarsson
Skírnir
„Þessi kvæði skiptast í tvo parta. Sá fyrri sér og horfir heim
til nokkurra vorra almennilegra lærdómsgreina, sem kenndar
eru, einkum til iðrunaryfirbótarinnar og hennar þriggja parta,
item til lögmálsins og evangelíi, einkanlega Kristi vors endur-
lausnara, sem lesarinn fær vel skilið. Sá seinni parturinn er
kvæði, kveðin fyrir ýmsar persónur fyrir þeirra hón að minn-
ast annaðhvort á sína umliðnu ævi eður guðs velgerninga
eður sína viðskilda ástvini; sum eru um eitt og annað, sem
mig lysti í kveðandi að setja, sem vel finnast hér í vegi í þessu
kverkorni; sum eru gagnleg á móti skaðsömum freistingum,
hjartans angist og hugarsturlun fyrir þá, sem þau vilja at-
huga."1)
I allmörgum afritum kvæðabókarinnar er henni skipt í
kafla með hliðsjón af efninu. Eftir því sem handritin eru eldri
og vandaðri, virðist kaflaskiptingin fyllri og hetri. Það er því
ekki ólíklegt, að upphaflega hafi séra Ölafur gert eða látið
gera þessa kaflaskiptingu.
Hér er farið eftir kaflaskiptingunni eins og hún er í lB. 70,
4to. Á titilhlaði segir, að kvæðahók þessi sé í fyrstu saman-
skrifuð og ort af séra Ölafi, en nú að nýju uppskrifuð af séra
Híalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði við Isafjarðardjúp árið 1693.
Það er því ekki ólíklegt, að séra Hjalti hafi haft fyrir sér
frumrit séra Ólafs, fyrst hann tekur svo til orða á titilblaði.
1 handriti þessu er þannig gerð grein fyrir hverjum kafla:
I. kafli, bls. 1—10: „Sálmar og kvæði um iðrunina". I þess-
um flokki eru sjö iðrunarkvæði, sem hera fyrirsagnirnar fyrsta
iðrunarkvæði, annað iðrunarkvæði o. s. frv. Kvæðaflokkinum
lýkur með þessum orðum: „Hér endast kvæðin af iðrunar-
yfirbótinni, sem kallast má fyrsti partur þessarar kvæða-
bókar.“
II. kafli, bls. 10—17. Formálsorð hans eru: „Nú eftirfylgir
annar söngvísnaflokkur og kvæði af góðum verkum, dygðum
og mannkostum, sem jafnan auglýsa sig hjá þeim, sem gædd-
er eitt elzta afrit kvæðabókarinnar, sem til er hér á landi. Skrifað af Jóni
Bjamasyni á Höfða við Dýrafjörð árið 1689, sbr. Handritasafn Landsbóka-
safnsins I. bindi, Reykjavík 1918.
t) Lbs. 1516,4to, bls. 1.