Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 120
118
Sigurjón Einarsson
Skírnir
Með hverjum vora auma önd
enn nú setur hann liknar hönd.
Eru þau fæða innra manns
og æðsta vökvun hjarta ranns
borin að munni bama hans.1)
Sálmur þessi var fyrst prentaður í Höfuðgreinabók 1772,
og er hann þar eignaður séra Ólafi.
En í afritum þeim af kvæðabók séra Ólafs, sem til eru á
Landsbókasafni, er ekki að finna þennan sálm. Ekki er hann
heldur í einstökum kvæðasöfnum öðrum eignaður séra Ólafi,
og eru þó mörg þeirra miklu eldri en Höfuðgreinabók.
Þeir Jón Þorkelsson2) og Páll Eggert Ólason3) eigna séra
Ólafi sálminn, en ekki er vitað, eftir hvaða heimild þeir fara,
þó að sennilegt sé, að þeir hafi farið eftir Höfuðgreinabók.
f ýmsum handritum, þar sem þennan sálm er að finna, er
hann aftur á móti eignaður séra Stefáni Ólafssyni.4)
En þyngst á metunum er þó, að sálminn er að finna í ís-
lenzku handriti, sem geymt er í Stokkhólmi,5) en í því eru
sálmar „eftir því, sem sýnist, með eiginhendi Stefáns Ólafs-
sonar frá 1655“.®)
Flest virðist því benda til, að sálmurinn sé eftir séra Stefán
Ólafsson.
En nú er fleira að athuga.
f AM. 425, 12mo er kvæðakver, Eitt fagurt ferðabókarkorn,
eftir Böðvar Jónsson. Kvæðakver þetta eru bænarljóð, „útlögð
á norrænu" af séra Böðvari. Kver þetta er með hendi séra
Halldórs Jónssonar í Beykholti, en hann var sonur séra Böðv-
ars.7)
Kver þetta er þýðing á Ijóðum úr danskri bænarljóðabók
!) Lbs. 399, 4to.
2) Om Digtningen paa Island, bls. 458.
3) Mennt og menntir IV, 613.
4) JS. 342,4to, Lbs. 399,4to.
5) Papp 4:o nr. 1, sbr. Katalog öfver Kungl. Bibliotekets Fornislándska
och Fornnorska Handskrifter utarbetad af Vilhelm Gödel. Stockholm 1897
—1900, bls. 256.
6) Kvæði Stefáns Ölafssonar útg. í Kaupmannahöfn 1885, bls. IX.
7) Menn og menntir IV, 576—577.