Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 99
Skímir
Séra Ólafur á Söndum
97
En sorg og elli um síðir fann,
þvi svo vill ævin gá.
Eins fer mér, einninn hér,
mín æskurósin fölnuð er.
Hnignar skart, hamlar margt,
en heilsutjón þó mestan part.
Taki sig engir drengir djarft,
þó dansi fótum á.
Veikur kann hver verða snart,
vill svo ævin gá.1)
1 bvæði þessu harmar hann æsku sína og minnist þeirra
daga, er hann „ungur sveinn, efnilegur og varla seinn“ var
heilsugóður og frár á fæti. En nú er öldin önnur. Hann er
orðinn gamall og farinn, bein hans svo bogin og klökk, að
búkurinn riðar á þeim. Einnig talar hann um, að sjón sín sé
farin að deprast.
Það hefir verið 1614, sem séra Ólafur yrkir þetta kvæði.
Ári síðar eru Spánverjavígin á Vestfjörðum. Þó að séra Ólafur
hafi ekki verið í liði Ara sýslumanns, er gekk að þeim dauð-
um, er nafn hans samt öðrum fremur tengt vígum þessum.
Spánverjavísur hans eru nefnilega ortar um víg þessi og
kannski merkilegastar fyrir það, að þær eru ortar eftir skýrslu
þeirri, er send var til Alþingis um vígin, en er nú glötuð.
Verður síðar vikið að atburði þessum og Spánverjavísum séra
Ólafs.
Árið 1616 barst hingað til lands mannskæð bólusótt og „dó
margt fólk ungt. Sú bóla kom út hingað á ensku skipi undir
jökli, og dó þar síðan strax undramargt fólk. f Árnesþingi
dó 300 manns, í Húnavatnsþingi 150, í Hegranesþingi 200,
í Vaðlaþingi nær 200,“ segir í Skarðsárannál.2)
Sem von var greip mikill ótti landsmenn. Það var heldur
ekki langt síðan blóðsóttin hafði herjað landið.
En séra Ólafur biður menn að leggja ekki árar í bát fyrir
ófagnaði þessum. Hann yrkir hughreystingarkvæði, og er
þetta þar:
1) IB. 70, 4to, bls. 87—88.
2) Annálar Bókmenntafélagsins, Reykjavík 1922—1927, I, 204—205.
7