Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 182
180
Árni Böðvarsson
Skímir
myndaði þannig heilt, skipulegt, kerfisbundið og fullkomið
tungumál, og árið 1887 birti hann kennslubók í þessu máli.
Hann gaf þvi ekki annað heiti en „alþjóðamál“, en notaði
sjálfur dulnefnið Doktoro Esperanto = sá sem vonar. Það
nafn færðist svo yfir á málið sjálft. — Áður en svo langt
væri komið að þetta nýja mál væri fullbúið til þess að semja
í því heila kennslubók með textasýnishornum, málfræði,
orðasafni o. s. frv., hafði Zamenhof gert margar tilraunir og
prófað þær á ýmsa lund. Ekki er mikið um þær vitað, en þó
hafa varðveitzt brot úr ljóðum sem hann orti á eins konar
f rum-esperanto.
Þetta tiltæki Zamenhofs, að fara að búa til nýtt tungumál,
mætti engum skilningi hjá föður hans sem meira að segja
kastaði í eld öllum handritum hans um þetta efni einu sinni
á skólaárum hans, því hann hélt að pilturinn hefði illt af
þessu grúski. Kona hans, Klara að nafni, og faðir hennar
höfðu hins vegar miklu betri skilning á þessu, og t. d. hjálp-
aði tengdafaðir hans honum oftar en einu sinni um fé, þegar
á þurfti að halda. Kostnaðurinn við útgáfu fyrstu kennslu-
bókarinnar í esperanto 1887 kom úr vasa þeirra feðgina.
Á árunum þar á eftir birtust margar þýðingar og frum-
samið efni á esperanto eftir Zamenhof sjálfan og aðra, enda
urðu ýmsir til að læra málið þegar í upphafi. Útgáfustarf-
semin varð þó ekki til að drýgja tekjur hans, og í árslok 1889
var hann orðinn nær gjaldþrota, bæði sökum kostnaðar við
útgáfu á esperanto og sökum þess að hann greiddi stórfé til
að losa föður sinn undan afleiðingum af ritskoðun keisara-
stjórnarinnar riissnesku. Næstu 16 ár, til 1905, gerðu tekjur
Zamenhofs af læknisstörfum ekki meir en hrökkva fyrir lífs-
nauðsynjum fjölskyldunnar.
Zamenhof bjó alla ævi í fátækrahverfi og sjúklingar hans
voru illa efnum búnir. Um ákveðinn taxta f)rrir læknisstörf
var ekki að ræða, og tekjur hans af dagsverkinu, 30—40 sjúkl-
ingum, voru ekki meiri en aðrir læknar höfðu af 5—6 sjúkl-
ingum betur efnuðum. Því varð Zamenhof aldrei auðugur
maður að fé; þau hjón áttu þrjú börn og komust vel af með
því að gæta fyllstu sparsemi. Á kvöldin að loknu dagsverki