Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 161
Skimir
Samfellan i Guðmundar sögu dýra
159
hefur vakið hrylling hjá samtímamönnum hans engu síður
en hjá nútímalesendum. Það var því nauðsynlegt að leggja
áherzlu á þolinmæði hans gagnvart móðgunum, tregðu hans
til að egna nokkurn upp, trúfestu hans við að halda samn-
inga, er gerðardómar höfðu komið í kring — í stuttu máli
sagt varð að sýna, að hann „sat, meðan sætt var“. Þennan
tilgang viðurkenndi Magnús Jónsson, og sýndi hann greini-
lega fram á hann í miðhluta VIII. þáttar.12) En þessa sama
tilgangs verður vart í fyrri hlutum sögunnar, en mikilvægi
þeirra fyrir þróun aðalefnis sögunnar hefur hann stundum
vanmetið.
En áður en við snúum okkur að því að athuga byggingu
sögunnar í einstökum atriðum, skal ræða nokkuð eitt ein-
kenni stíls hennar — einkenni, sem að miklu leyti á sök á
því, hve sundurlaus hún virðist vera. Margir af þáttum henn-
ar hefjast með frásögn af mönnum, sem lítið varða aðalsögu-
þráðinn og dragast svo einungis inn í deilur höfðingjanna
smám saman. Magnús Jónsson áleit þetta bera vott um til-
hneigingu heimildarmannanna til þess að dveljast við deilur
í héruðum þeirra sjálfra án þess að hirða mikið um mikil-
vægari málefni og fordæmir því marga kapítula í fyrri hlut-
um sögunnar, telur þá hviksögur og sjálfri sögunni óviðkom-
andi. W. H. Vogt taldi þetta hera vott um vísvitandi saman-
burð á langdrægum smádeilum bændanna og snörum við-
brögðum Guðmundar. Samt lét hann í ljós ótta um, að stund-
um skemmdi þessi aðferð jafnvægi sögunnar.13)
Samt er áreiðanlega hægt að finna einfaldari skýringu og
meira að segja skýringu, sem liggur beint við, þegar tilgang-
ur höfundar er hafður í huga og hvers eðlis efnið er. Þar eð
sögunni er ætlað það hlutverk að réttlæta Guðmund, verður
hún að sanna, hver hafi rétt og hver rangt fyrir sér í hverju
því máli, sem aðalpersónurnar flækjast í, svo að ljóst verði
réttlæti eða ranglæti í afstöðu þeirra og ákvörðunum. Þess
vegna er hver deila rakin af mikilli nákvæmni til uppruna
12) Magnús Jónsson, sama rit, bls. 18—19, 39.
13) W. H. Vogt, „Characteristiken aus der Sturlungasaga", Zeitschrift
fiir deutsches Altertum LVI 1913, bls. 404—6.