Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 198
196
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
sinni, og biður hann gala sér galdra til verndar í ferðinni. Af samtali
þeirra má sjá, að fyrir syninum liggur langvegaför og að til Menglaðar
er varla kvæmt og virðist vera móti náttúrunnar lögum. Galdrarnir, sem
móðirin gelur honum til ferðarinnar, lúta að eftirfarandi atvikum:
1) ef hann skal árna (fara) „viljalaus" á vegum, og er það almenns
efnis;
2) „ef þér þjóðár falla að fjörlotum“, þá skuli „Horn“ og „Ruðr“ „falla
til heljar meðan ok þverra æ fyr þér“;
3) „ef þér fjándr standa görvir á galgvegi", tilbúnir að hengja hann,
þá skuli þeim snúast hugur til sátta;
4) ef fjötur er borinn honum að höndum, þá gelur hún honum leysi-
galdur;
5) ef hann komi á sjó „meiri en menn viti“, þá lygni og hann hljóti
friðdrjúga för;
6) ef hann sæki frost á fjalli háu, þá megi þó kuldinn ekki gera hon-
um mein;
7) „ef þik úti nemr nótt á niflvegi", þá megi „kristin, dauð kona“ ekk-
ert gera honum til meins.
8) ef hann skuli skipta orðum við hinn „naddgöfga" jötun, þá sé hon-
um léð gnógt máls og mannvits.
1 Fjölsvinnsmálum er lítið talað um ferðina, sonurinn er þar kominn
alla leið til hliðsins, þar sem salur meyjarinnar er inni fyrir, og skiptir
orðum við dyravörðinn Fjölsvinn. Þegar Fjölsvinnur skipar honum að fara
leiðar sinnar, segir hann: „augnagamans fýsir aptr at fá (flest hdrr. fán),
hvars getr svást at sjá“, og er hann þar að tala um hina gullnu sali;
þetta er rétt eins og hann hefði komið þar áður. En af því að textinn er
ótryggur, er þó réttast að sleppa þessu atriði.
1 göldrum móðurinnar stendur jafnan ef. Kveður hún þá galdra sína
til vonar og vara, án þess að sjá fyrir atvik ferðarinnar? Þvi verður ekki
svarað með vissu. Þó má benda á, að orðin um hinn „naddgöfga" jötun
lúta auðsjáanlega að samtali sonarins og Fjölsvinns. Mætti þá telja líklegt,
að önnur atriði i göldrunum, sum eða öll, lúti einnig að atvikum ferðar-
innar, óljóst eða nákvæmlega.
Frá ferðinni og útbúnaði til ferðarinnar er einnig sagt í Svejdalsdans-
inum, en það er mjög ólíkt eddukvæðunum. Sama er að segja um Hjálm-
þérssögu og íslenzk ævintýri frá síðari tímum (talin upp í FFC 83, nr. 556
1—II). Skal ósagt látið, hvort nokkur minni verða þar grafin upp úr ferð-
inni, sem stuðning eða skýringu mega gefa á göldrunum í Grógaldri.
I sögunni af Kulhwch og Olwen (ég nota hér „The Mabinogion", trans-
lated by Gwyn Jones and Thomas Jones, London 1949), er frásögnin af
ferðinni ólik þeim atriðum, sem galdramir gera ráð fyrir, og í þeirri sögu
tekur faðir meyjarinnar móti söguhetjuni og mönnum hans og leggur fyrir
þá þrautir, og líkist þetta Hjálmþérssögu, nema hvað þrautimar eru miklu
fleiri og margbrotnari. Þetta er auðvitað alveg frábrugðið sögu Fjölsvinns-