Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 152
150
Halldór Halldórsson
Skírnir
nöfn úr fornsögum, rímum og goðfræðileg nöfn, sem mjög
hafa rutt sér til rúms upp á síðkastið. Er hér mikill brunnur,
sem ausa má úr til endurnýjunar nafnaforðans.
5. Skrám þessum ættu loks að fylgja ýmsar leiSbeiningar
um mannanöfn. Hefi ég einkum tvennt í huga. 1 fyrsta lagi
ætti með dæmum að skýra, hvernig íslenzk mannanöfn hafa
verið mynduð, og sýna, hvernig hægt er að nota þá þekkingu
til þess að mynda algerlega ný nöfn, sem þó séu í samræmi
við forna og viðurkennda nafngjafarsiði. Möguleikarnir til
nýsköpunar eru hér mjög margir á svipaðan hátt og mögu-
leikarnir á myndun nýyrða. Að þessu atriði er nokkuð vikið
í bók H.P., en vel mætti gera þessu betri skil, enda hefir H.P.
sýnilega ekki haft það sjónarmið í huga að ýta undir myndun
nýrra nafna. Hitt atriðið er leiðbeiningar um beygingu manna-
nafna. Sum nöfn hafa í daglegu tali tvenns konar beygingu.
Sem dæmi mætti taka, að sumir hafa þolfall og þágufall af
Margrét Margréti, aðrir Margrétu, sem er eldra. Sumir segja
GuSrúni í þolfalli og þágufalli, flestir þó GuSrúnu. Og svona
mætti lengi telja. Hér kæmi til greina að viðurkenna aðeins
aðra hvora bevginguna. Sum nöfn, sem nýlega hafa verið
upp tekin, eru venjulega ranglega beygð af einskærri van-
þekkingu. Þannig er tízkunafnið Sif að jafnaði haft eins í
öllum föllum. En að réttu lagi er eignarfallið Sifjar. Að þess-
um atriðum víkur H.P. tæpast í sinni bók, og verður að telia
það galla á riti, sem ætlað er til leiðbeiningar alþýðu manna
um mannanöfn.
III.
Þótt ég hafi hér ýmislegt fundið að bók Hermanns Páls-
sonar, vil ég ekki, að nokkur velkist í vafa um, að ég met
hana mikils og fagna mjög útkomu hennar. Hún varð mér
tilefni þessara hugleiðinga og gaf mér óbeint tækifæri til að
láta í ljós skoðanir mínar á þessum vandamálum. Á skoðun-
um okkar Hermanns er ekki eðlismunur, heldur stigmunur.
Ég vænti þess, að útkoma bókarinnar og skýrslna Þorsteins
Þorsteinssonar verði til þess, að nokkur skriður komist á
þessi mál, Það er óþolandi ástand, að hér skuli gilda lög um