Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 58
56
Alexander Jóhannesson
Skírnir
Það er ekki unnt í stuttu máli að rekja áhrif þýzkra bók-
mennta á íslenzkar áfram. Þau verða æ meiri, er tímar líða.
Mjög mörg íslenzk skáld síðari áratuga hafa kynnzt þýzkum
bókmenntum og orðið fyrir miklum áhrifum. Mörg þýzk leik-
rit hafa verið leikin á Islandi, t. d. „Die Ehre“ og „Die Hei-
mat“ eftir Hermann Sudermann, leikrit eftir Ludwig Fulda,
Meyer-Förster („Alt Heidelberg“), Otto Ernst, Ernst v.
Wildenbruch, Fr. A. Beyerlein, Karl Schönherr o. fl. Leik-
félag Reykjavíkur var stofnað 1897, og fyrstu 10 árin voru
268 leiksýningar, en af þeim voru 19,5% sýningar þýzkra
leikrita. Islendingar kynntu sér einnig þýzka heimspeki, og
mörg rit og ritgerðir birtust í blöðum og tímaritum um þýzka
heimspeki. Meðal þeirra, sem mjög kynntust heimspekiritum
Þjóðverja, var skáldið Matthías Jochumsson, einn af mestu
skáldsnillingum þjóðarinnar. Einkum voru honum kunn rit
þeirra Schellings, Hegels, Schleiermachers og Schopenhauers,
og vitnar hann oft til þeirra í ritum sínum.
Vér höfum nú séð í stórum dráttum, að allt frá fornu fari
gætir áhrifa frá Þýzkalandi, bæði við kristnitökuna og í verzl-
un og viðskiptum á 15. og 16. öld (Hansakaupmenn), og síðan
hafa áhrif þýzkra hókmennta á íslenzkar varað fram til vorra
tíma, til margs konar frjóvgunar og blessunar á liðnum öldum.
Ekki er hægt að sleppa þessu efni um menningarsambönd
Þjóðverja og íslendinga án þess að minnast á áhrif íslenzkra
bókmennta á þýzkar, þó að sá þáttur hljóti að vera miklu
minni.1)
Klopstock minnist í Hermannsóði sínum 1767 á hina sögu-
ríku ey Island. Skipverji nokkur, sem Klopstock kallar Sturm-
besieger, segir frá: In dem Ozeane des fernen Nords ist ein
Eilandsberg, der flammenverkiindenden Dampf, als walze er
Wolken, wálzt, dann strömet die hohen Flammen, und meilen-
lang krachende Felsen wirft! ísland er oft nefnt Thule í
þýzkum bókum, sbr. kvæði Goethes 1775 „Kóngurinn í
Thule“. Jafnvel hjá Schiller kemur fyrir í kvæðinu Skemmti-
gangan (Der Spaziergang):
*) Hér er stuðzt við ritgerð eftir Paul Herrmann, er kom út ó sinum
tíma í Mitteilungen der Islandfreunde.