Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 144
142
Halldór Halldórsson
Skírnir
aðskotanöfn, en nefnir ekki önnur afbrigði. Ég tel ekki koma
til mála að banna algerlega nafn, sem náð hefir slíkri rótfestu
í málinu. Hins vegar kæmi mjög til greina að viðurkenna að-
eins eitt afbrigði þess eða tvö, t. d. Birgitta og/eða Bríet.
Ég mun ekki rekja fleiri nöfn svo nákvæmlega, en skal
stuttlega víkja að nokkrum fleirum: Daníel kemur fyrir sem
klausturnafn á 15. öld. 135 hétu þessu nafni 1910, og 83 börn
voru skírð því 1921—50. Þess er að engu getið hjá H.P. Fabían
er einnig kunnugt frá 14. öld. Því er sömuleiðis sleppt hjá H.P.
Jústínus er kunnugt frá 14. öld„ en er sleppt hjá H.P. og Júst
talið aðskotanafn. Rustikus er kunnugt frá 15. og 16. öld og
hefir vafalaust tíðkazt óslitið síðan, enda bera 6 það nafn árið
1703, 5 árið 1855 og 2 árið 1910. Ekkert barn er þó skírt
þessu nafni 1921—50. Nafnið er talið aðskotanafn í bók H.P.
Salómon tíðkaðist þegar á 13. öld og virðist það nafn hafa orð-
ið allvinsælt. Hétu 19 því nafni 1703, 14 árið 1855 og 16 ár-
ið 1910. 21 barn var skírt þessu nafni 1921—50. H.P. telur
nafnið til aðskotanafna. Filippus kemur einnig fyrir á 13. öld.
Nafnið varð enn tíðara en Salómon: 25 nafnberar 1703, 31
árið 1855 og 33 árið 1910. 9 böm voru skírð þessu nafni
1921—50. Filippus er talið aðskotanafn í bók H.P.
Enginn skyldi skilja orð mín svo, að ég telji tökunöfn þau,
sem ég hefi nú rakið, til fyrirmyndar. Ég vil aðeins leggja
óherzlu á, að ég tel hæpið og raunar varhugavert að banna
nöfn, sem eiga langa sögu að baki í nafnaforðanum og rót-
festu hafa náð. Það má vel hafa horn í síðu slikra nafna,
telja þau óæskileg, en vart lögum samkvæmt að banna þau
þeirra, sem algengust hafa verið.
Bastarðanöfn.
Bastarðanöfn nefni ég þau nöfn, sem gerð eru af erlendum
nafnlið og íslenzkum. Þessum nafnflokk má skipta í tvo hópa,
eftir því hvort erlendi liðurinn er stofn eða viðskeyti.
Fyrri hópurinn á sér alllanga sögu, eins og H.P. bendir á
(bls. 23—24). Nöfnin Kristrún og Kriströðr em kunn á Is-
landi frá 13. öld og Jóngeir frá 14. öld. Hér er um að ræða
mjög eðlilega málþróun. Segja má, að hér sé á ferðinni sam-