Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 133
Skírnir
Hugleiðingar um íslenzk mannanöfn
131
nafna, sem geri það að verkum, að þau séu ekki lögleg, og er
flest gott um það að segja. En sjónarmiðin virðast mér þó
fulleinstrengingsleg. Það er vafalaust rétt, að löggjafinn not-
ar hugtök þau, sem á var minnzt, ekki í fræðilegri merkingu.
Fyrir honum vakir málvöndunarsjónarmið, og lögin verður
að túlka í samræmi við það, eins og Hermann Pálsson gerir
réttilega.
Um það má vafalaust deila, hvað telja beri íslenzkt nafn
frá fræðilegu sjónarmiði, þótt allri hliðsjón af málvöndun sé
sleppt. En eitt atriði virðist mér þó hljóti að vega þar þungt,
þ. e. hvort nafnið hefir verið borið af íslenzkum ríkisborgara
eða ekki. Nafn, sem aldrei hefir verið borið af íslenzkum
ríkisborgara, getur ekki frá fræðilegu sjónarmiði talizt íslenzkt
mannsnafn. Það getur talizt gervinafn, íslenzkt gervi erlends
nafns o. s. frv. Hitt er hins vegar vafasamara, hvort telja
skuli til íslenzkra nafna öll þau nöfn, sem íslenzkir ríkisborg-
arar hafa borið. Frá málvöndunarsjónarmiði er að minnsta
kosti ógerningur að gera það. Frá því sjónarmiði verður að
gera greinarmun á aðskotanöfnum og tökunöfnum, eins og
Hermann Pálsson gerir réttilega. Þetta er sambærilegt við
það, að þau erlend orð, sem ekki eru viðurkennd af málvönd-
unar sökum, eru nefnd „slettur“, hin, sem viðurkennd eru,
„tökuorð“. En þá mætti spyrja: Má ekki frá málvöndunar-
sjónarmiði telja nöfn islenzk mannanöfn, þótt aldrei hafi þau
verið borin af íslendingi, ef þau laga sig algerlega eftir íslenzku
málkerfi, eru í fullu samræmi við hefðbundna nafngiftarsiði
vora? Frá mínu sjónarmiði er þetta ekki leyfilegt. Það má
mæla með, að slik nöfn verði upp tekin, en íslenzk manna-
nöfn verða þau ekki, fyrr en einhver íslendingur hefir bor-
ið þau.
Ég mun nú drepa á nokkra nafnaflokka og skýra frá sjón-
armiðum mínum.
Irsk nöfn.
Eins og kunnugt er, var nokkur hluti þess fólks, sem hing-
að fluttist á landnámsöld, af keltnesku bergi brotinn, og annað
hafði dvalizt i byggðum Kelta og orðið fyrir áhrifum þar. Er
því sizt að furða, þótt nokkuð gæti hér keltneskra áhrifa í