Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 234
232
Ritfregnir
Skírnir
ur til refsivistar. Þá fyrst sér hann að sér og dreymir um það eitt að
verða aftur frjáls maður til þess að geta yrkt jörð tengdaföður síns.
Mannlýsingarnar eru hér mun dýpri en í Nótt í Blæng. Öli Finnur
er að mörgu leyti vel gerð persóna, þótt hann sé vingulslegur í háttum.
Annað veifið hallmælir hann jörðinni, fordæðunni, sem ætlar að heilla
hann til sín, og heitir þvi, að hún skuli aldrei ná tökum á sér, en hitt
kastið þykist hann ætla að taka við henni síðar meir. Kona hans, Þóra,
er hins vegar deyfluleg rola — líkt og Gréta í hinni sögunni. Afi gamli
er bráðskemmtilegur fjörkarl. Á einum stað kemur þó niður á honum
tilhneiging höfundar til að fara hamförum. Það er þar, sem karl er lát-
inn fleygja moldinni framan í bankastjórann. Einnig er kaupmannsfrúnni
alveg prýðilega lýst, þrátt fyrir nokkrar ýkjur.
Ekki má láta undir höfuð leggjast að nefna einn höfuðgallann á bók
þessari, nefnilega óeðlileg samtöl. Þó er síðari sagan skárri að þessu leyti
en hin fyrri. Höfundur gætir þess ekki sem skyldi, þar sem hann er að
lýsa ósköp venjulegu fólki, að það er fjarskalega fáránlegt að heyra það
mæla í upphöfnum gervistíl eða tala myrkt eins og véfrétt. Þessu fólki
hæfir vitanlega alþýðlegt talmál, eins og það tiðkast í bæ og byggð.
Hitt verður að sínu leyti eins skoplegt og þegar Jónas Hallgrimsson lætur
hátignirnar tala islenzkt sveitamál í Gamanbréfi sínu. Brotalaus einfald-
leiki í stil er oftast vænlegri til áhrifa en íburðarmikið skrúðmál. Stað-
festingu á því er einmitt að finna í mörgum ágæta góðum sprettum í
Bréfum að austan. Og fyrir þá er lesandinn því þakklátari, sem þeir eru
fleiri.
Gunnar Sveinsson.
Hannes Pétursson: 1 sumardölum. Almenna bókafélagið. Bók mán-
aðarins. Nóvember 1959. (Útgáfustaðar ekki getið).
Islenzk ljóðagerð hefur tekið miklum stakkaskiptum nú síðustu áratug-
ina. Mörgum hinna yngri skálda hefur þótt sem ævafornar bragreglur
væru þeim fjötur um fót og hafa því virt þær að vettugi. Þeir hafa tekið
sér erlend skáld og skáldskaparstefnur til fyrirmyndar og gert margvís-
legar tilraunir, sem margar hverjar hafa verið fálmkenndar og farið í
handaskolum. Um þessi efni öll hefur mikið verið deilt. Flestir viðurkenna
þó nú orðið, að nauðsyn beri til að endurnýja íslenzka bragarhefð með
einhverjum hætti. Hér er sú leið hvorki skynsamleg né giftudrjúg að
kasta öllu fyrir borð: ljóðstafasetningu, rimi og skiptingu í bragliði, vísu-
orð og vísur (erindi). Hitt er áreiðanlega vænlegra til jákvæðs árangurs
að sníða erlendum samtiðarstefnum innlendan stakk og missa aldrei sjón-
ar é þjóðlegum erfðum.
Hannes Pétursson er einn í hópi þeirra skálda, sem hafa valið þessa
síðamefndu leið. Hann heldur yfirleitt fornum erfðaeinkennum í kveð-
skap sínum nema þá helzt rími, en fer þó sjaldnast troðnar slóðir. Kvæða-
bók hans (1955) var mjög efnilegt byrjandaverk, enda hlaut hann mikið