Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 45
Skírnir
Lækningagyðjan Eir
43
fela í sér ótvíræðan læknisdóm, eru þó of margar til þess, að
hægt sé að álíta annað en að Kormákur hafi átt við eitthvað
sérstakt með þeim, sem sé lækniskunnáttu Steingerðar, og
einmitt af þeirri ástæðu hafi honum verið svo tiltæk Eir, er
hann kenndi hana. Það, sem aðallega mælir gegn því, að Stein-
gerður hafi verið læknir, er hið óhundna mál Kormáks sögu.
Þar er þess hvergi getið, og aðeins í eitt skipti er á það minnzt,
að Steingerður hafi unnið læknisverk, þ. e. þegar hún batt
um meiðsl Þorvarðar (288. bls.). Enn fremur mætti láta sér
koma til hugar, að Hólmgöngu-Bersi hafi fengið urtabelginn,
sem Steinar getur í vísu sinni (38. v.), hjá Steingerði konu
sinni. Höfundur sögunnar nefnir að vísu ekki urtabelginn,
heldur lyfstein, er fylgdi Hvitingi, sverði Hólmgöngu-Bersa,
og er hér eitt af mörgu ósamræmi milli bundins og óbundins
máls sögunnar. Um frekari lýsingu á því vísa ég til formála
Einars Ól. Sveinssonar að sögunni, en af honum verður Ijóst,
að höfundur sögunnar skildi oft á tíðum ekki vísurnar, sem
hann prjónaði sögurnar utan um. Það þarf því ekki að vera
neitt undrunarefni, þótt honum hafi einnig sézt yfir, að vís-
urnar bendi til, að Steingerður hafi fengizt við lækningar,
því telja má víst, að engin munnmæli þar að lútandi hafi
fylgt vísunum. Enda er öll vitneskja höfundar um Steingerði
mjög takmörkuð, ekki öllu meiri en hann hefur talið sig lesa
úr vísunum, og því miður er hennar eða föður hennar hvergi
getið nema í Kormáks sögu. Ég hika því ekki við að taka vís-
umar fram yfir óbundið mál sögunnar og hef það fyrir satt,
að Steingerður hafi verið læknir og að Kormákur hafi þess
vegna notað Eir, er hann kenndi hana. Það má því segja,
að þær styðji frásögn Snorra, en þær geta engan veginn verið
heimild hans, enda getur hann engra lausavísna Kormáks í
Skáldskaparmálum.
En hvaðan er Eir komin í raðir norrænna guða? Það er al-
mennt álitið, að þeir hafi verið samgermönsk eign, aðeins hafi
það verið hreytilegt eftir þjóðum, hverja af guðunum þær
blótuðu mest. Eirar er þó hvergi getið meðal guða germanskra
þjóða, en það þarf þó ekki að segja mikið, því þegar islenzku
heimildunum sleppir, eru hinar svo fátæklegar, að lítið er