Skírnir - 01.01.1960, Blaðsíða 18
16
Magnús Már Lárusson
Skímir
ur ýmissa ákvæða Baugatals. Hins vegar liggur næst að skilja
lagastaðinn í Grágás svo, að sá, sem eigi sökina, geti krafizt
manngjalda, þegar er hann hefur fregnað verknaðinn, sem
veitir hinar mestu líkur til að hafa leitt til dauða. En heng-
ingin og kyrkingin virðast gera það mögulegt að draga sam-
líkingu að nokkru við sænsku lagastaðina. Sá hengdi deyr,
hangi hann í snörunni til lengdar. Það verður að skera hann
ofan, hvað sem öðru líður. Kvikni hann þá við, rétt eins og
hinn kyrkti, þá gæti hann sjálfur sótt mál sitt. Væri hann
áfram í fjandmanna höndum, mundi að sjálfsögðu verða séð
fyrir honum með öðrum hætti. Ákvæðið um hinn hengda,
gálgnáinn, útheimtir, að annar aðili komi að og skeri hann
ofan. Er í þessu atviki mesta líkingin við sænsku ákvæðin tvö.
Ákvæði Baugatals er stuttaralegt, þótt víðtækt sé. Virðist
óhjákvæmilegt að skilja svo, að atvik eins og þau, sem laga-
staðirnir greina frá, hafi í raun og veru gerzt. Og má hafa það
til marks um fjölda þeirra ofbeldisaðgerða gegn persónufrelsi,
sem áttu sér stað þá. Bótarétturinn hlýtur að byggjast á því,
að framið hafi verið óréttmætt ofbeldi. En þjófur, sem festur
hefur verið upp að undangenginni rannsókn og dómi, hefur
ekki getað gert tilkall til bóta, svo að dæmi sé tekið.
Margar venjur og ýmiss konar virðast tengdar torfum. Má
þar minnast á þýðingu þess, að fóstbræður gengu undir jarð-
armen til að fæðast til nýs samfélags og skyldleika. Og í 18.
kafla Laxdælu er þessi ganga undir torfubuginn, jarðarmenið,
sönnunargagn eða skírsla, rétt eins og hinir kristnu guðs-
dómar, sé heimildin rétt, sbr. Vatnsdælu, 33. kap.
Ef til vill hirtist önnur hlið á sama máli í hinni norsku
réttarvenju, er þjófur stelur einhverju, er minna er vert en
örtug; „sá er torfs maðr, geri honum geilar ok kasti hverr að
honum, er vill, komi braut sem hann má ok eigi réttnæmr
síðan“ (NGL II 515, sbr. I 82,253,330). Sögnin að tyrfa
kemur og fyrir í merkingunni að grýta, sbr. t. d. NGL I 82
og hin sænsku Vestmannalög II, Mannhelgi 12. Virðist mega
túlka þetta svo, að með athöfninni, sem sjálf er refsing, sé
gefið til kynna, að aðilinn sé lifandi dauður, settur utan
heildarinnar, enda á hann eigi lengur tilkall til persónulegra