Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 12
10
SIGUKÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Ef haft er fyrir satt, að frásögn íslendingabókar um sendiför Úlf-
ljóts sé sannleikanum samkvæm, svo langt sem hún nær, virðist óhjá-
kvæmilegt að skýra hana á þann veg, sem hér er gert. Sá skilningur,
að Úlfljótur hafi tekið saman í Noregi lagabálk handa íslendingum
og haft hann út hingað, svo sem næst liggur að skilja textann, eins
og orðum er þar hagað, sýnist með hliðsjón af öðrum rökum varla
fá staðizt. En þrátt fyrir þessa túlkun er full ástæða til að athuga
frásögn Islendingabókar nokkru nánar.
3.
Þess hefur fyrr verið getið, að margvísleg valdastreita og átök
hljóta að hafa orðið við stofnun allsherj arríkis á íslandi. Alla, er
töldu sig mega kalla til mannaforráða, skipti eigi litlu máli, hvaða
skipan yrði á komið, enda gat hún ráðið úrslitum um valdaaðstöðu
þeirra. Sérstaklega ber að minna á það, sem áður hefur verið sagt
um landnám íslands, að þeir hafi verið víða að komnir og fjölmarg-
ir alls ekki þekkzt. Á löngum ferðum og við kynni af ýmsum þjóðum
hafa hefðbundnar hugmyndir gengið úr skorðum og forn skipan
riðlazt. Menn hafa og talið sig óbundnari af öllum þeim höftum og
hömlum, sem ríkjandi höfðu verið frá fornu fari í heimkynnum
þeirra.
Á íslandi hefur því meginviðfangsefnið verið að koma á einhverri
samfélagsskipan, og samkvæmt íslendingabók gerist það með því að
senda Úlfljót til Noregs í þeim erindagjörðum, sem þar er lýst. Frá-
sögnin er ekki einvörðungu stuttaraleg og lætur mörgu ósvarað, held-
ur vekur það, sem fram er tekið, ýmsar spurningar án þess að sagt
verði, að svör liggi í augum uppi. Fyrst beinist athyglin að því, að
enginn er í för með Úlfljóti, sá er höfðingi eða valdamaður megi
kallast. Hann fer í þeim skilningi sendiförina einn. Þegar haft er í
huga, hversu mikið var hér í húfi fyrir alla þá, er fyrir mönnum
réðu, verður það að teljast með ólíkindum, að einum manni sé sýnt
þvílíkt traust, sem frásögnin ber vitni um. Á þetta jafnt við, hvort
sem hlutverk hans hefur verið að færa íslendingum lagabálk eða er-
indið hefur verið að leita staðfestingar á réttarvenjum í Gulaþings-
lögum. Úlfljótur verður ekki, svo að vitað sé, talinn meðal valda-
manna. Hann er búsettur í sveit, sem ávallt virðist hafa verið fremur