Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 186
180
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
ingarréttar 1886 voru 82 eða 83, en 77 kusu kjörraenn 1888. Þar í
sýslu voru frambjóðendur til Alþingis fjórir 1886 og hefur sam-
keppni verið hörð um atkvæði kjósenda og kjörsókn mikil meðfram
af þeirri ástæðu. í Suður-Múlasýslu var líka mikil kjörsókn 1886,
enda munar litlu á fjölda atkvæða þá og þeim er greidd voru í undir-
búningi að Þingvallafundi tveim árum síðar, þó að þá væru þau að-
eins fleiri. í Reykjavík var hlutfallið milli kjörsóknar 1886 og þátt-
töku í kosningu til Þingvallafundar 1888 á aðra lund en víðast ann-
ars staðar, þar sem um verður vitað. Þar komu tæplega 60 kjósendur
á kjörfund til Þingvallafundar, en 126 kusu 1886.
Ekki er vafi á því, að árið 1888 er svo til öll íslenzka þjóðin sann-
færð um, að brýna nauðsyn beri til að breyta stj órnarskránni frá
1874. Tvímælalaust nýtur stefna Benedikts Sveinssonar meirihluta-
fylgis með þjóðinni, en þó mun hún ekki hafa fylgt honum öldungis
óskipt. Ýmsum þótti ísjárvert að leggja út í linnulausa stjórnarbar-
áttu, hvað sem hún kynni að kosta, þó að varla væri von um árangur
í fyrirsjáanlegri framtíð. Því komu úr ýmsum áttum raddir um að
freista samkomulags við stjórnina. Að slíkum skoðunum hnigu Hún-
vetningar og að nokkuru leyti Skagfirðingar á kjörmannafundum
heima hjá sér. Eindregnast fylgi með þeirri stefnu lýsir sér í erindis-
bréfi því, sem fundurinn í Hafnarfirði gaf Hannesi Hafstein. Deilt
var mn það, hvort sá fundur mælti fyrir munn meirihluta kjósenda
í kjördæminu, en þegar ísafold skýrir frá kosningu Þingvallafundar-
manna þar, virðist hún ekki telj a muninn ýkj a mikinn á skoðunum
Þórðar Guðmundssonar og meðfulltrúa hans, sem allir vissu að var
andstæðingur endurskoðunarmanna. Ekki verður sagt, að kjör-
mannafundur Vestur-Skaftfellinga væri kröfuharður í stj órnarskrár-
málinu. Furðulegt er, hversu lítill hluti kjósenda í Reykjavík tók
þátt í kosningu til Þingvallafundar, þó að höfuðstaðarblöðin hvettu
öll til þátttöku í þeim fundi. Um það var ísafold, sem að öðru leyti
þótti hlédræg í stjórnarskrármálinu, ekki eftirbátur hinna blaðanna,
enda var ritstj óri hennar kj örinn á Þingvallafund án þess að nokkur
annar kæmi til greina.
Þegar líða tók að Þingvallafundi, fóru hinir kjörnu fulltrúar að
tínast til Reykjavíkur, og voru blöðin ekki sein á sér að telja þá alla
nema Hannes Hafstein ákveðna endurskoðunarmenn. Enda fór svo,
að hann stóð einn upp á Þingvelli. Framámenn endurskoðunar-