Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 136
130
ROBERT COOK
SKÍRNIR
orðunum: „í fýsn og syndum“ hefur Guðmundur bætt við frá eigin
brjósti. í stað þessara orða hefur Dante ort eftirfarandi línu: „E
quale é quei che volontieri acquista.“ („Og eins og sá sem lætur
greipar sópa.“)
Ljóðlínur 58-60: „svo barst ég undan, eins og strá í vindum, /
óargadýrum hrakinn, til þess staðar, / er þögull hnípir, sviptur sólar-
lindum.“ Dante segir: „Tal mi fece la bestia senza pace, / Che ven-
endomi incontra, a poco a poco / Mi ripingeva lá, dove il Sol tace.“
(„Þannig brást ég við þessu friðlausa dýri, sem nálgaðist mig hægt
og hægt, og hrakti mig þangað, sem sólin þegir.“) „Eins og strá í
vindum“ stendur ekki hjá Dante, sem er nógu mikill smekkmaður
til að vita, að ein hking nægi í þessa setningu. í staðinn fyrir
„óargadýr“ notar Dante „bestia senza pace“ („dýr án friðar“ eða
„friðlaust dýr“), sem hefði betur haldizt, vegna þess, að friðarhug-
takið er Dante svo mikils virði. Með því að segja að úlfynjan sé frið-
laus eða án friðar, á Dante við, að hún sé án náðar guðs, sbr. hin
frægu orð Piccardas í Paradiso III, 85: „la sua volontate é nostra
pace.“ („Vilji hans er okkar friður.“) A þeim stað, sem Guðmundur
segir: „er þögull hnípir, sviptur sólarlindum“, notar Dante þessi
djörfu og einföldu orð: „dove il Sol tace.“ („Þangað, sem sólin
þegir.“)
Ljóðlínur 61-62: „En sem mitt enni óttans sveiti baðar / og ang-
ist þung minn fót á göngu tefur.“ - Dante segir: „Mentre ch’io rovi-
nava in basso loco.“ („Sem ég geystist undan hrekkunni.“)
Ljóðlína 63: „... maður fer og ferðum hraðar.“ Guðmundur
leggur ítrekaða áherzlu á ferðir Virgils, en okkur er þó aldrei sagt,
að Virgill Dantes hafi hreyft sig: „Dinanzi agli occhi mi si fu offerto
/ Chi per lungo silenzio parea fioco.“ („Sá er mér birtist sjónum
virtist hás eftir langa þögn.“)
Ljóðlína 67: Leitt er að þau kröftugu orð, er Virgill fyrst mælir
skuli ekki vera þýdd: „Non uomo, uomo giá fui.“ („Ekki maður, en
maður var ég einu sinni.“)
Ljóðlínur 67-69: Virgill Dantes er miklu hógværari maður en
Virgill Guðmundar. Á meðan íslenzki Virgill notar orð eins og
„dáðu, hylltu, frægu“ um foreldra sína, þá segir sá ítalski aðeins:
„E li parenti miei furon Lombardi, / Mantovani per patria amho