Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 199
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
193
afnumin óþörf embætti og fengjum eigi staÖfest ýmis lög, sem vér
vildum. Eigi væri von, aö vel færi, meðan stjórnin væri útlend og
ókunnug högum landsins.
Andrés Fjeldsted kvaðst vera úr kjördæmi, þar sem menn hefðu
orð á sér fyrir að vera afturhaldsmenn. Einu sinni hefði verið sagt,
að enginn úr Borgarfirði vildi fylgja fram endurbót stjórnarskrár-
innar. En nú hefðu Borgfirðingar gert grein fyrir skoðun sinni á því
máli, væru mjög einbeittir að fylgja því fram í frumvarpsformi og
vildu verja til þess sínum síðasta peningi.
Einar Jónsson sagði, að í Skagafirði hefði brytt á tvíveðrungi í
stj órnarskrármálinu. Sökum yfirstandandi harðinda vildu sumir
fara kostnaðarminni leið en til aukaþinga þyrfti að koma. Sumum
þættu gallar á stjórnarskrárfrumvarpinu eins og það lægi fyrir og
vera mætti, að það væri óaðgengilegt fyrir stjórnina. Bezt væri að
þræða meðalveg, en ráðið til þess væri ekki fundið enn. Hann fór
hörðum orðum um eyðileggjandi áhrif gildandi stj órnarskrár og
taldi oss umfram allt þurfa innlenda stjórn með tryggri ábyrgð.
Kvaðst ekki geta séð neitt á móti því að senda konungi ávarp, vildi
enn reyna að fá uppfyllt loforðið um ráðgjafa með ábyrgð. En ef
stjórnin sinnti ekki ávarpinu, vildi hann „halda stj órnarskrárbreyt-
ingunni kröftuglega áfram í frumvarpsformi á næsta Alþingi og
hvergi guggna“.
Hannes Hafstein sagði, að Skúli Thoroddsen hefði fært það sem
sönnun þess, að stjórnarfyrirkomulagið þyrfti breytingar þegar í
stað, að ýmsum málum landsins væri eigi hrundið í lag og stjórnin
kæmi eigi með frumvörp til framfara. Þetta gæti í hæsta lagi sýnt,
að stjórnin hefði eigi beitt valdi sínu sem bezt, en sannaði í rauninni
ekkert um stjórnarskrána. Ef þau mál, sem Skúli Thoroddsen til-
nefndi, væru mönnum svo mikil áhugamál, hvers vegna þá eigi
senda til stj órnarinnar lög um þau þing eftir þing eins vel eins og
stj órnarskrárfrumvörp. Það væri þó altént eins mikil von til að
stjórnin léti sér segjast og staðfesti þau eins og að hún gengi ofan í
sig og staðfesti stj órnarskrárfrumvörp þau, er hingað til hefðu fram
komið. Ef Skúla Thoroddsen þætti það heimskuleg krafa, að stjórn-
arskrárfrumvarpið væri þannig úr garði gert, að nokkurt vit væri í
að vænta staðfestingar á því frá nokkurri stjórn, sagði Hannes, að
13