Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 222
216
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
skiptust um aðferðirnar til þess. Jakob Guðmundsson, alþingismað-
ur, síra Jens Pálsson, fundarmaður, og Andrés Fjeldsted fylgdu
flutningsmanni alveg, en Arnór Árnason, Friðbjörn Steinsson og
Stefán M. Jónsson gerðu athugasemdir um einstök atriði, svo sem
kaffitollinn og vildu leggja toll á álnavöru. Friðbjörn og Stefán vildu
hækka vínfangatollinn og Stefán einnig tóbakstollinn. Benedikt
Kristjánsson, alþingismaður, lýsti sig tollfjanda, eins og hann komst
sjálfur að orði, og andmælti röksemdum þeirra, sem töldu tolla
heppilegri en beina skatta. Taldi eðlilegast að leggja skatt á eignina
eins og gert væri með fasteignartíundinni. Flutningsmaður talaði
aftur og sagði, að skattar, einkum tekjuskattur, væri sjálfsagt full-
komnasta aðferðin til að ná saman samskotum til sameiginlegra
þarfa þjóðfélagsins, annað væru landssjóðsálögur ekki, en þess
mundi mjög langt að bíða, að þjóðin kæmist á svo hátt siðferðislegt
fullkomnunarstig, að hún væri vaxin þeirri aðferð. Enda þætti hún
naumast takandi í mál enn meðal mestu menntaþjóða heimsins.
Hann sagði, að aðrar þjóðir byggju langmest að tollum og tók dæmi
af Noregi, þar sem ríkissjóðs álögur hefðu fyrir skömmu verið 98%
tollar en aðeins 2% skattar. Á Alþingi væri málið svo langt komið,
að allur þorri þingmanna væri sannfærður um að tollahækkun eða
nýir tollar væri eina ráðið til að bæta fjárhag landssjóðs. Þeir hefðu
margir viljað hlífa þjóðinni við þeim í lengstu lög og sumir eink-
um viljað hlífa uppáhalds munaðarvöru hennar, kaffinu, við tolli.
Nú væri áþreifanlegt, að þess væri enginn kostur lengur. Af praktisk-
um ástæðum mætti ekki tolla nema fáar vörur, en þá yrði að hyllast
til að taka þær, sem mest munaði um toll af, og væru jafnframt eigi
svo ómissandi, að eigi mætti draga þær nokkuð við sig. Þá kosti
hefðu kaffi og sykur næst óhófsvörum þeim, sem þegar væru toll-
aðar. Að endingu átaldi flutningsmaður hina skammsýnu umhyggju
fyrir eigin hag, er lýsti sér í tregðu og eftirtölum við nauðsynlegum
álögum í lands þarfir og taldi það mikinn sóma fundarins, ef hann
samþykkti eindregna áskorun til þingsins í þá átt, sem farið væri
fram á. Hann bar fram svohljóðandi tillögu:
„Fundurinn skorar á Alþingi að leitast við að rétta við fjárhag
landssjóðs með tollum á óhófs og munaðarvöru, þar á meðal kaffi
og sykri.“