Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
DANTE Á ÍSLENZKU
107
ingu, þá hvarflar ágreiningurinn enn frá einum áfanga til annars
milli þessara öfga.
Afstöðu þess, sem þetta ritar, má einfaldlega lýsa svo, að mark-
mið þýðingar sé í fyrsta lagi það að komast eins nærri frumtextan-
um og frekast er unnt; í öðru lagi, að í þýðingum, einkum þó á
gömlum sígildum verkum eftir skáld á borð við Dante, skuli fræði-
mennska og kynningarstarf því sitja í fyrirrúmi fyrir listsköpun; og
í þriðja lagi, að nauðsynlegt sé að kynna sér hvern höfund sérstak-
Iega til að ganga úr skugga um hvers konar þýðing henti bezt. Að
þýða Shakespeare og Hómer er sitthvað. Hvert skáld hefur sín sér-
kenni, sem gera mismunandi kröfur til þýðenda.
Þrennt verður hver Dante-þýðandi að hafa í huga (svo notuð sé
tala sem Dante var kær). í fyrsta lagi, að málfar Dantes er nákvæmt
og hnitmiðað. Sem barn miðalda gaf Dante orðum og hlutum tákn-
rænt gildi, eins og Ágústínus kenndi í De Doctrina Christiana. Sem
lærdómsmaður, sem var vel að sér í skólaspekinni, hugsaði hann með
egghvassri nákvæmni hámiðalda. Og þar sem Dante er öndvegis-
skáld, þá agar hann málfar sitt af slíkri gjörhygli og nákvæmni, að
enginn hefur komizt í hálfkvisti við hann. Hann talar enga tæpi-
tungu. Engu orði er ofaukið. Hvert orð er yfirvegað, og það er ein-
mitt þess vegna, að Dante er öndvegisskáld.
Af þessu leiðir, að það krefst nákvæmni og bókstafsfylgni að
þýða Dante, ef til vill meiri en nokkurn annan höfund. Eins og
T. S. Eliot sagði: „Engin ljóð virðast krefjast nákvæmari þýðingar
en ljóð Dantes, vegna þess að ekkert skáld sannfærir mann jafnfull-
komlega, að það orð, sem skáldið hefur notað, var einmitt það orð,
sem það óskaði helzt og að ekkert gat komið í þess stað.“°
Algjörlega orðrétt þýðing er vitanlega ekki aðeins óhugsandi,
heldur líka óæskileg, ekki sízt ef hliðsjón er höfð af séreðli hverrar
tungu. En Dante-þýðing á að vera orðrétt og nákvæm, þar sem því
verður við komið. Að Guðmundi undanskildum virðist hver Dante-
þýðandi hafa skilið þetta. Af eftirfarandi dæmum mun sjást við
hvað er átt með orðréttri þýðingu.
í Inferno XXXIV, 131-2, lýsir Dante þrönga stígnum frá Satani
að rótum Hreinsunarfjallsins svo, að hann hafi myndazt af á, „ch’