Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 162
156
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
þingið máli, væri engin ástæða fyrir þingið að slá af kröfum sínum.
Þar sem hinir konungkjörnu höfðu náð tveim þjóðkjörnum þing-
mönnum til fylgis við sig, var meirihluti deildarinnar á móti stjórn-
arskrárfrumvarpinu, og hann beitti valdi sínu til að draga málið á
langinn, svo að framhald fyrstu umræðu var 25. ágúst, daginn fyrir
þingslit. Stj órnarskrármálið dagaði uppi á Alþingi.
Jón biskup Helgason segir í Arbókum Reykjavíkur við árið 1887,
að þessi afdrif stjórnarskrármálsins hafi vakið mikla gremju allra,
sem málinu voru fylgjandi bæði í Reykjavík og úti um land. Þjóð-
ólfur, Þjóðviljinn og Austri lýstu megnri gremju yfir þessum úr-
slitum og deildu einkum hart á þjóðkjörna þingmenn, sem áttu þátt
í þeim. Norðurljósið sagði að stjórnarskrármálið hefði dagað uppi
á Alþingi í sólskini stjórnviljans. ísafold, sem sennilega mundi hafa
sætt sig við, að stj órnarskrármálinu hefði ekki verið hreyft á Al-
þingi að þessu sinni, taldi það aumlegt slys, að málinu skyldi reiða
þannig af, úr því að það var upp borið á þingi. „Þeim hefði verið
nær að salta en svigna," hefur ísafold eftir bréfritara erlendis og
gerir orð hans að sínum. Fjallkonunni þótti þau tíðindi ekki góðs
viti, að í stjórnarskrármálinu var orðinn til þjóðkjörinn minni-
hluti. En um úrslit málsins segir hún, að þegcir svo til hagi eins og
á þessu þingi, að „talsverður meiningamunur“ sé tnn svo áríðandi
málefni, þá sé „nærri því heppilegast, að það nái ekki fram að
ganga“. Ekki mundi af veita, að hin nýja stjórnarskrá væri sam-
þykkt því nær í einu hljóði, ef stjórnin ætti að verða fáanleg til að
staðfesta hana.
Staða Benedikts Sveinssonar veiktist til mikilla muna á Alþingi
1887.
Hið merkasta, sem í stj órnarskrármálinu gerðist á því þingi var
það, að í frumvarp endurskoðunarmanna var sett krafa um algjört
þingræði.8
I umræðum um stjórnarskrármálið á Alþingi 1887 gaf Benedikt
Sveinsson í skyn, að þjóðarviljinn kynni að lýsa sér enn einu sinni
á Þingvelli við Öxará, og það gæti orðið áður en langt um liði.
Svo líður nokkuð fram á árið 1888, að ekki heyrast fleiri raddir
um Þingvallafund. En 19. marz rýfur Þjóðólfur þögnina. Hann
flytur grein með fyrirsögninni „Þingvallafundur“, og hefst hún á