Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 173
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
167
Páll Pálsson, bóndi í Dæli, með 10 atkvæðum. Erlendur Pálmason,
bóndi í Tungunesi, hafði forgöngu um kjörfundinn.
Kjörmenn höfðu verið kosnir í 12 hreppum, öllum hreppum sýsl-
unnar nema Torfalækjarhreppi, en þaðan var send fundargjörð, þar
sem neitað var að hafa nokkur afskipti af væntanlegum Þingvalla-
fundi. í öðrum hreppum sýslunnar voru kosnir alls 24 kjörmenn og
sóttu 20 þeirra kjörfund. Á fundinn vantaði kjörmenn úr Fremri
Torfustaðahreppi og Kirkjuhvammshreppi. Meðal kjörgagna eru
kjörskrár úr hreppum, þar sem kjörmenn voru kosnir, nema úr
Fremri Torfustaðahreppi. í þeim hreppum voru kjósendur til Al-
þingis 330 og tóku 214 eða 64,85% þátt í kosningum kjörmanna.
Mér eru ekki tiltækar heimildir um kjósendafjölda í Húnavatnssýslu
1888.
Á kjörfundinum voru allir þeirrar skoðunar, að knýjandi nauðsyn
væri á stj órnarskrárbreytingu, en enginn taldi æskilegt að halda
„fram óbeygj anlega“, eins og segir í fundarskýrslunni, stjórnarskrár-
frumvarpi því, sem lá fyrir óstaðfest og menn töldu, að á væru miklir
og verulegir gallar. Fulltrúarnir, sem kjörnir voru á Þingvallafund,
lýstu báðir yfir því, að þeir mundu, samkvæmt skoðun kjörfund-
arins, alls ekki fylgja ósveigj anlega fram hinni endurskoðuðu stjórn-
arskrá frá 1887, heldur gera sitt ýtrasta til að samkomulag milli
þings og þjóðar annars vegar og stj órnarinnar hins vegar gæti kom-
izt á með öðru móti.
Samþykkt var, að hvor fulltrúanna fengi 40 krónur í borgunar-
skyni fyrir ferðina á Þingvöll.
Fyrir Skagafjarðarsýslu voru kosnir á kjörmannafundi á Sauðár-
króki 10. júlí cand. phil. Jón Jakobsson á Víðimýri með 16 atkvæð-
um og Einar Jónsson, prestur á Miklahæ, með 12 atkvæðum.
Á fundinum voru kjörmenn úr níu hreppum sýslunnar, en í þrem
hreppum, Viðvíkurhreppi, Holtshreppi og Rípurhreppi, voru ekki
kosnir kjörmenn. Kosnir voru í hreppunum alls 22 kjörmenn og
sóttu 20 kjörfund. Meðal kjörgagna eru kjörskrár úr hreppum, þar
sem kjörmenn voru kosnir, nema úr Hofshreppi. í þeim hreppum
voru kjósendur til Alþingis 244, en 140 eða 57,23% tóku þátt í kosn-
ingum kjörmanna. Þess skal getið að í Hofshreppi var sá af þrem
kjörmönnum hreppsins, sem flest atkvæði hlaut, kosinn með 21 at-
kvæði. Verða þá atkvæði, sem greidd voru í kj örmannakosningum